21.10.1947
Efri deild: 7. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í B-deild Alþingistíðinda. (34)

21. mál, framleiðsluráð landbúnaðarins o.fl.

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. —N. hefur athugað þessi brbl., sem sett voru í sumar vegna nauðsynjar. Það var svo, að sú n., sem átti að ákveða afurðaverð eftir l. um framleiðsluráð landbúnaðarvara, markaðsverð o.fl., var ekki búin með álit sitt og till., þegar 1. ágúst kom. En svo er ráð fyrir gert í þeim l. Varð því óumflýjanlegt að veita frest. Og þessi breyt. er innifalin í því, að ekki er gert ráð fyrir, að nauðsynlegt sé að ljúka þessum störfum fyrr en 30. ágúst.

Þá er það svo um 7. gr., að ef það reynist nauðsynlegt að slátra sauðfé til að fullnægja eftirspurn neytenda fyrir 15. sept., þá skuli það verð, sem búið er að ákveða sem haustverð, lagt til grundvallar, en þeim mun hærra sem nemur áætluðum þyngdarauka kindanna að viðbættum þeim aukakostnaði, sem fylgir því að slátra að sumrinu samanborið við að slátra í sláturtíð að haustinu. Þetta lá ekki fyrir í haust. Þess vegna var 2. gr. breytt, og á þá leið, að bæta við ákvæðinu um framleiðslukostnaðinn í 3. linu gr. Að öðru leyti er hún óbreytt frá því, sem var í l. áður.

Nú mætti segja, að þú að breyt. þessi hafi verið nauðsynleg í sumar, sé óvíst, að þörf sé þessarar breyt. fyrir framtíðina. l. séu búin að gera sitt gagn. En maður veit ekki, hvað framtíðin ber í skauti sínu. Og þar sem ekki kemur að neinni sök, hvernig sem á allt er litið, þó að þessi hreyt. sé sett í l., sá n. ekkert athugavert við þetta og leggur þess vegna til, að þetta frv. verði samþ.