05.12.1947
Sameinað þing: 28. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 484 í D-deild Alþingistíðinda. (3655)

105. mál, Faxaflóasíld

Forseti (JPálm) :

Ég skal taka fram út af beiðni hv. þm. Siglf., að ég hef fengið vitneskju um, að það verða flokksfundir í eftirmiðdag, og verður því ekki hægt að verða við hans beiðni, enda virðast mér svör hæstv. ráðh. á þá leið, að það skipti ekki öllu máli um þáltill. þessa, hvort hún verður rædd í dag eða á morgun eða næstu daga. (ÁkJ: Verður fundur á morgun?) Því vil ég ekki lofa. En ef sérstaklega þætti á því ríða, þá er það til athugunar. — Já, þessi till. er nú komin, og það er verið að útbýta henni. Hún heitir:

Till. til þál. um viðstöðulausa móttöku á síld þeirri, er nú veiðist við Faxaflóa.

Flm. till. eru Áki Jakobsson og Lúðvík Jósefsson. Hæstv. varaforseti var búinn að taka dagskrármálin af dagskrá, sem eftir voru á dagskránni. (EOl: Má ekki taka þetta mál á dagskrá?) Það er ekki hægt. Menn verða ekki við á fundi hér, heldur á flokksfundum.