09.02.1948
Neðri deild: 53. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 319 í B-deild Alþingistíðinda. (366)

146. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1948

Frsm. (Finnur Jónsson):

Herra forseti. Allshn. hefur athugað mál þetta og gefið út nál., sem prentað er á þskj. 309. N. hefur orðið sammála um það, að nauðsynlegt sé að fresta samkomudegi reglulegs Alþingis til haustsins, en einstakir nm. hafa áskilið sér rétt til þess að hafa óbundnar hendur um að flytja brtt. um, hvaða dag Alþ. skuli saman koma í síðasta lagi. Kom það til út af því, að nokkrir nm. höfðu þau ummæli að þeir teldu heppilegt, að þingið kæmi eigi fyrr saman en. 10. okt., sökum mikilla anna á þessum tíma, og töldu sumir nm., að það yrði þeim mikils virði, ef þingið kæmi saman þann 10. okt. í stað 1. okt. Á þskj. 310 eru prentaðar þær breyt., að síðasti dagurinn, sem ríkisstj. sé heimilt að kalla þingið saman til funda, sé 10. okt. Ég sé svo ekki ástæðu til þess að fjölyrða frekar um mál þetta.