09.02.1948
Neðri deild: 53. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 319 í B-deild Alþingistíðinda. (367)

146. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1948

Jörundur Brynjólfsson:

Herra forseti. Hv. frsm. hefur nú vikið að brtt. þeim, sem við flytjum í máli þessu, og mér er óþarft að bæta þar miklu við, en læt nægja að vísa til ummæla hans.

Mönnum, sem koma til þings utan af landi, er það mikils virði að þurfa ekki að mæta fyrr en þann 10. okt. í stað 1. okt. Hvað snertir afgreiðslu fjárl., þá sé ég ekki, að þessi frestur breyti miklu. Ef vegur er að ljúka afgreiðslu fjárl. fyrir jól, þá hefur ríkisstj. heimild til þess að kalla þingið fyrr saman. Að öðru leyti mun breyt. þessi ekki hafa nein sérstök áhrif. Ég vona, að hv. d. fallist á þessa breyt.