24.03.1948
Sameinað þing: 62. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 505 í D-deild Alþingistíðinda. (3723)

186. mál, Skipanaust h/f í Reykjavík

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég sé tæplega, að hægt sé að afgr. þetta mál nú, þar sem þinglausnir eiga að fara fram kl. 5. Ég hef heyrt það, sem hv. form. fjvn. sagði í þessu máli, og er ég sammála honum, að fela skuli ákveðnum mönnum að undirbúa þetta mál. En með tilliti til n. þeirrar, sem hæstv. ráðh. kemur til með að skipa í þetta, þá vil ég gera nokkrar athugasemdir um samsetningu hennar. Það er ekki eðlilegt, að 3 hlutafélög og Reykjavíkurbær standi að þessari n., en hins vegar er sjálfsagt, að ráðuneytið sjálft, fulltrúi frá Reykjavíkurbæ og frá Skipanaust h/f fjalli um þetta, en ekki Slippfélagið og Stálsmiðjan. Sérstaklega er slíkt óeðlilegt, þar sem áður hefur starfað mþn. í þessu máli, sem var opinberlega skipuð. Ef skipa á nú líka n. upp aftur, kynni ég ekki við, að meiri hl. hennar væri skipaður af hlutafélögum. Hins vegar er sjálfsagt að leita til félags, sem hlut á að þessu máli. Ég vildi mælast til þess, að hæstv. ríkisstj. gæfi yfirlýsingu um þetta.