29.10.1947
Sameinað þing: 16. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 520 í D-deild Alþingistíðinda. (3756)

900. mál, starfskerfi og rekstrargjöld ríkisins

Fyrirspyrjandi (Skúli Guðmundsson) :

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. fjmrh. fyrir þau svör, er hann hefur gefið við fsp. minni. Það er gott að heyra, að hæstv. núverandi ríkisstj. hefur ákveðið að hefja þessa athugun að nokkru leyti, sem þáltill. frá í marz 1845 var um. Hins vegar hefði athugun þessi átt að fara fram 2–3 árum fyrr, en sú stjórn, sem sat næst á undan núverandi stjórn, gerði ekkert í þessu máli. Þess er að vænta samkvæmt upplýsingum hæstv. fjmrh., að eitthvað liggi fyrir frá n., sem skipuð hefur verið til að athuga þessi mál, áður en Alþ. gengur endanlega frá fjárlögum. Einnig vænti ég þess, að fjvn. geti fengið einhverjar upplýsingar, sem henni mættu koma að gagni. Þess er mikil þörf að lækka, ef verða má, gjöldin við ríkisreksturinn, sem mjög hafa farið hækkandi á síðari árum, og vafalaust verður nú reynt að finna heppilegra fyrirkomulag. Að lokum þakka ég veittar upplýsingar og vænti, að það starf, sem hafið er, beri góðan árangur.