18.02.1948
Sameinað þing: 45. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 576 í D-deild Alþingistíðinda. (3877)

156. mál, þjóðleikhúsið

Fyrirspyrjandi (Brynjólfur Bjarnason):

Herra forseti. Þegar fsp. hv. þm. S-Þ. varðandi ákveðna greiðslu úr þjóðleikhússjóði var hér til umr., bar ég fram þessa fsp., sem ég vænti, að hæstv. menntmrh. muni svara. Ég taldi, að þetta væri hlutur, sem hv. þm. og almenningur mundi hafa mikinn áhuga á að fá upplýsingar um og meira virði en sérstaka skilgreiningu á því fé, sem hv. þm. S-Þ. spurði um, sem reyndist svo ekki meira en 16 þús. kr.

Ég vænti svo að fá að heyra skýrslu hæstv. ráðh. og þarf ekki að fara um málið fleiri orðum að sinni.