11.02.1948
Efri deild: 59. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 325 í B-deild Alþingistíðinda. (390)

146. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1948

Bernharð Stefánsson:

Ég tel alveg vonlaust, nema sérstakar ráðstafanir verði gerðar, að sá tilgangur náist, sem flm. ætluðust til, þó að þing komi saman 1. okt. Ég tel, að þing þyrfti að koma saman 1. sept., ef svo ætti að verða, að þingstörfum lyki fyrir jól, en með því að ýmsir þm. utan af landi eiga mjög erfitt með að vera fjarverandi um mánaðamótin september–október, þykir mér rétt að neyða þá ekki til þess. Þinghaldið leggur nógar hindranir í götu þeirra manna, sem eiga heima utan Rvíkur. Ég segi því nei.

Brtt.332 samþ. með 9:5 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: LJóh, PM, ÞÞ, BBen, BK, EE, GÍG, HV, BSt. nei: PZ, StgrA, ÁS, BrB, GJ.

SÁÓ greiddi ekki atkv.

2 þm. (HermJ, JJós) fjarstaddir.

4 þm. gerðu grein fyrir atkv.: