10.03.1948
Sameinað þing: 51. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 609 í D-deild Alþingistíðinda. (3929)

910. mál, Bessastaðastofa o.fl.

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Herra forseti. Áður en ég svara þeim liðum fsp., sem nánast falla undir forsrn., vil ég skýra frá því, að á fundi í júní 1941 hafði þáverandi ríkisstj. ákveðið, að þjóðhöfðingi landsins skyldi hafa aðsetur að Bessastöðum. Og eftir að forsetinn, þáverandi ríkisstjóri, hafði tekið við völdum, þá ritaði þáverandi forsrh., Hermann Jónasson, forsetanum bréf um þetta, sem dags. er 18. júní 1941. Ég les hér kafla úr þessu bréfi. Þar segir svo:

„Jafnframt hefur ríkisstj. samþykkt samkvæmt samtali forsætisráðherra við yður að fara þess á leit, að þér, hæstvirtur ríkisstjóri, látið í samráði við þann húsameistara, sem séð hefur um endurbætur á húsum á Bessastöðum, halda umbótum þessum og breytingum áfram, svo sem telja verður nauðsynlegt, til þess að húsið verði hæfilegur bústaður ríkisstjóra. Enn fremur var samþykkt að óska þess, að þér létuð gera þær umbætur á staðnum að öðru leyti, sem nauðsynlegar eru til samræmis við húsabæturnar. Þá er og gert ráð fyrir því, að reist verði hús á jörðinni fyrir ráðsmann og starfsfólk. Óskar ríkisstj. þess, að þér látið í samráði við umræddan húsameistara reisa slíka byggingu:

Þetta bréf sýnir ljóslega, hvert upphafið var að umbótum á Bessastöðum. Ég er þess fullviss, að bæði Alþ. og ríkisstj. vilja láta gera þær umbætur á Bessastöðum, að sæmandi sé þjóðhöfðingja vorum, og að nauðsynlegt sé að útbúa dvalarheimili hans svo, að sæmandi sé virðingu og sjálfstæði ríkisins. Fyrst eftir að bústaður forseta var tilbúinn, heyrði hann undir forsrn., en árið 1944 ákvað þáverandi forsrh., Björn Þórðarson, að sá rekstur Bessastaða, sem búið snerti, skyldi falla undir landbrn., en að öðru leyti undir forsrn. Af þessum ástæðum, að þessu var skipt niður á tvö ráðuneyti 1944, finnst mér rétt, að ég svari fyrirspurnarliðunum 1–5 og c-lið 7. spurningarinnar, en að hæstv. landbrh. svari þeim atriðum, sem snerta búreksturinn. Ég álít, að þar sem hér er um að ræða umr. um aðsetur þjóðhöfðingja landsins og mál, sem snertir stöðu hans, þá eigi þær að fara fram með þeim hætti og svo virðulega, að samboðið sé því, sem ber, þegar um aðsetur þjóðhöfðingja vors er að ræða.

Ég vík nú að fyrirspurnunum.

1. Hverju sætir það, að aldrei eru tekin í fjárlög útgjöld ríkisins við endurbyggingu Bessastaða? Þegar ríkisstjórn og þingmeirihluti ákvað 1941, að þjóðhöfðinginn skyldi sitja á Bessastöðum, duldist engum, að miklu fé þurfti að verja til endurbyggingar staðarins. En hvorki þá né síðan mun hafa verið tekin í fjárlög heimild eða fjárveiting til framkvæmda þar. Að sjálfsögðu hefur Alþingi þó ætlazt til, að bústaður þjóðhöfðingjans yrði með myndarbrag og fé varið úr ríkissjóði til umbóta á staðnum. Hins vegar er mér ekki kunnugt um, hvers vegna þessi útgjöld hafa ekki verið tekin á fjárlög, og engin sérstök gögn til skýringa á því hef ég séð í forsrn. Getur það að sjálfsögðu komið til athugunar, hvort breyta eigi til í þessu efni. Hv. fjvn. hefur heldur ekki séð ástæðu til að eiga frumkvæði að því að taka þennan kostnað á fjárlög og hefur t. d. hv. þm. S-Þ. ekki séð ástæðu til þess, en hann átti lengi sæti í fjvn., og var um skeið formaður hennar.

2. Hve mikið greiddi ríkissjóður Sigurði Jónassyni í sambandi við burtför hans af jörðinni?

Í bréfi til Sigurðar Jónassonar, forstjóra, dagsettu 31. maí 1941, skýrði þáverandi forsrh., Hermann Jónasson, frá því, að hann hefði borið fram á Alþ. till. um heimild handa ríkisstj. til kaupa á bústað í næsta nágrenni Reykjavíkur handa væntanlegum ríkisstjóra Íslands. Ef till. verði samþ., sé ætlunin að leita eftir kaupum á Bessastöðum á Álftanesi í þessu skyni. Spyrst ráðh. fyrir um, hvort jörðin muni föl og þá við hvaða verði.

Sigurður Jónasson svarar bréflega 13. n. m. kveðst hann eigi hafa hugsað sér að selja Bessastaði fyrst um sinn, mundi og mat sitt á jörðinni þykja allhátt, einkum ef ríkissjóður ætti í hlut, en hann sé sömu skoðunar og þeir, er telji Bessastaði vel fallna til að vera aðsetursstað æðsta manns þjóðarinnar. Bjóði hann því forsrh. f. h. ríkisins Bessastaði að gjöf ásamt Lambhúsum, Skansi og þriðjungi Breiðabólsstaðaeyra með þeim skilyrðum, að honum sé greiddur kostnaður sá, er hann hafi haft af jarðræktarframkvæmdum á jörðinni og húsabótum. Ríkissjóður kaupi alla áhöfn, verkfæri, áhöld og innanstokksmuni, og þar sem kostað hafi verið allmiklu til túns og garða, en sláttur byrjaður, fái hann að mestu sumartekjurnar af garðrækt og heyskap að frádregnum kostnaði. Alls er þetta virt af Sigurði Jónassyni á 120.000 kr. Í fylgiskjölum er fjárhæð þessi sundurliðuð þannig:

a.

Kostnaður við land

mælingauppdrátt

af Bessastaðalandi

kr.

3.000.00

b.

Jarðabætur o. fl. 1940–1941

21.922.46

c.

Kostnaður við viðgerð

húsa:

Árið 1940

kr.

23.123,89

Árið 1941

19.649,98

42.773,87

d.

Áhöfn:

25 kýr, 2 kvígur, 5 kálfar (vetrungar),

1 naut, 4 hestar

17.550,00

e.

Verkfæri, búsáhöld og

innanstokks-

munir samkv. sérstakri skrá

12.000,00

f.

Afrakstur garða og hey

skapar sumarið

1941 að frádregnum kostnaði —

22.753,87

kr.

120.000.00

Auk þess voru matarbirgðir, samkv.

sundurliðuðum reikningi,

fyrir

2.659,38

Samtals

kr.

122.859,38

Jarðeigninni skyldi fylgja sparisjóðsinnstæða, er jafngilti áhvílandi skuldum og vöxtum af þeim til 13. júní 1941.

Með bréfi forsrn., dags. 18. júní 1941, er Sigurði Jónassyni tjáð, að ríkisstj. hafi á fundi sínum þann dag ákveðið að veita hinni höfðinglegu gjöf viðtöku með greindum skilmálum.

Samkvæmt framansögðu voru Sigurði Jónassyni forstjóra goldnar kr. 122.659,38 í sambandi við viðtöku Bessastaða.

3. Hve mikið fé hefur ríkið lagt til Bessastaða á síðustu árum til vega, sæsíma, síma og raflagna? Hinn 9. marz 1942 gerði forsrn. samning við rafveitu Hafnarfjarðar um rafmagn til Bessastaða.

Fyrir afnot af lágspennulínu, er lögð

var til bráðabirgða, skyldi greiða

kr.

2.000,00

Fyrir lagningu háspennulínu og byggingu spennistöðvar á staðnum skyldi greiða 80% af kostnaði við verkið samkv. stofnkostnaðarreikningi gerðum í samráði við rafmagnseftirlit ríkisins.

Rafveitan annast viðhald mannvirkjanna og gæzlu ráðuneytinu að kostnaðarlausu. Stofnkostnaður háspennulínu og spennistöðvar varð

kr. 47.849,91. Af þeim kostnaði greiddi ráðuneytið

Samtals

38.279,93

kr.

40.279,93

Í samningi þessum eru einnig ákvæði um, eftir hvaða verðskrám skuli selja rafmagn til Bessastaða.

Vegagerð og fegrun umhverfis . . . . . . kr. 389.952,54

Stofnkostnaður sæsíma o. fl. að

Bessastöðum 1942 . . . . . . . . . . . . . . . . . . – 59.870,00

4. Hve mikið hefur ríkið greitt fyrir viðgerð eða nýbyggingar eftirtalinna húsa á Bessastöðum:

a. Fyrst er forsetahúsið, viðgerð 1941–1943:

Timbur o. fl.

kr.

28.901,51

Sement, járn o. fl.

23.525,87

Miðstöð, vatn o. fl.

16.413,32

Málning

25.838,00

Rafmagn

64.369,37

Járn- og blikkvörur

19.930,35

Steinsmíði

6.165,00

Veggfóðrun og gólfdúkar

5.567,59

Ýmislegt

14.616,33

Flutningur á efni og verkafólki

16.639,89

Vinnulaun

130.319.91

Verkfræðistörf

802,00

kr.

363.089,14

Í þessari fjárhæð er talin mikil jarðvinna umhverfis húsið, er framkvæmd var 1942–1943.

Greiðslur til húsameistarans, Gunnlaugs Halldórssonar, verða greindar sérstaklega. Í öðru lagi er móttökusalur, byggður 1944.

Forsrn. gerði samning við Almenna byggingar-

félagið h/f um byggingu móttökusalarins. Er hann dagsettur 22. febr. 1944.

Skyldi verkið kosta miðað við uppdrætti

Gunnlaugs Halldórssonar

kr.

231.500.00

Frávik frá samningnum skyldi greiða

sérstaklega. Sú fjárhæð reyndist

11.750.00

Raflögn kostaði

5.170,25

Samtals

kr.

248.420,25

Greiðslur til húsameistarans Gunnlaugs Halldórs-

sonar verða greindar sérstaklega.

Á fundi fjvn. 18. jan. 1944 var mælt gegn því

með 5:4 atkv. að ráðizt yrði í bygginguna, en á

fundi nefndarinnar 9. n. m. leggur n. með 5:4 atkv.

samþykki sitt á þessar byggingarfyrirætlanir ríkis-

stjórnarinnar.

b. Starfsmannahús, byggt 1941–1942:

Byggingarkostnaður

kr.

177.828,43

Íbúð fyrir fjósamann, kostnaður

63.494,00

c. Gömlu útihúsin, endurbyggð 1944

-1945 :

Timbur o. fl.

kr.

57.709,26

Sement og sementsvörur

14.987,75

Vatnslögn o. fl.

9.523,24

Asbest (á þak og innanhúss)

19.424.45

Járnvörur

5.539,18

Rafmagn

33.315,53

Gólfdúkar o. fl.

8.407,92

Málning

10.398,77

Flutningur (efnis og verkafólks)

26.417,39

Járnvörur

5.025,88

Ýmislegt

4.167,39

Fæðiskostnaður (gr. búinu)

6.902,00

Vinnulaun (trésmíði, múrvinna,

verkamannavinna)

134.292,23

Samtals

kr.

33B.292,99

d. Fjós og hlaða, byggt 1943–1944:

Timbur o. fl.

kr.

60.828,30

Járn- og blikkvörur

19.581,91

Sement og sementsvörur

38.616,70

Vatnslögn

8.602,22

Asbest á þak

9.481,32

Rafmagn

39.884,50

Flutningskostnaður

31.122,22

Fæðiskostnaður (greiddur búinu)

5.108,00

Mjaltavélar o. fl.

9.698,02

Ýmislegt

6.980,69

Súgþurrkunarkerfi með rafhitun

60.000,00

Vinnulaun (trésmíði, múrvinna,

verkamannavinna)

213.506,56

Verkfræðistörf

4.700,00

Samtals

kr.

508.190,44

e. Alifuglahús, hesthús. búvélageymsla o. fl. (byggt

1947):

Timbur o. fl.

kr.

22.728,94

Sement. járn o. fl.

32.703,14

Járnvörur o. fl.

15.410,22

Rafmagn

35.068,17

Jarðýtuvinna

4.050,00

Asbest

4.684,89

Vatnslögn

3.617,38

Flutningskostnaður

22.317,83

Ýmislegt

15.473,15

Fæðiskostnaður (gr. búinu)

17.354,10

Útungunarvél

8.025,82

Vinnulaun (trésmíði, múrvinna,

verkamannavinna

185.328,71

Verkfræðistörf (Bolli Thoroddsen)

1.371,65

Samtals

kr.

368.134,00

Í þessari fjárhæð er innifalinn kostnaður við lagfæringar umhverfis öll útihúsin, steypta stétt milli fjóss og hesthúss, veg frá útihúsum gegnum túnið með girðingu báðum megin o. m. fl.

Þess skal getið, að Gunnlaugur Halldórsson gerði teikningu að húsi þessu, en vegna utanfarar gat hann eigi veitt byggingunni forstöðu, svo sem öðrum byggingarframkvæmdum á Bessastöðum,. að kirkjusmíðinni undanskilinni.

Ýmiss konar viðhaldskostnaður á Bessastöðum 1941–1948 hefur numið um 300.000 kr.

5. Hve mikil húsameistaralaun hefur ríkissjóður greitt fyrir hverja byggingu, sem tilgreind er í 4. lið?

Gunnlaugur Halldórsson hefur annazt húsameistarastörf við umræddar byggingar, og hafa greiðslur til hans verið sem hér segir:

Forsetahúsið, skipulag gatna, garða

o. fl. 15.000,00, þar af vegna hússins

kr.

12.000,00

Móttökusalurinn

14.336.0

Starfsmannahús

4.562,00

Gömlu útihúsin, endurbygging o. fl.

3.500,00

Fjós og hlaða, nýbygging

7.479,00

Hænsnahús, hesthús, bifreiðaskýli og

vélageymsla, ekkert greitt ennþá.

Samtals

kr.

41.877,50

Enn fremur hefur Gunnlaugi Halldórssyni verið

greitt sem hér segir:

Eftirlit með húsbyggingu á Bessastöðum

kr.

6.950,00

53 bifreiðaferðir @ 15/00

795,00

Húsameistarastörf sem hafin voru í

tíð fyrrverandi eiganda

2.500,00

Teikning af gripahúsi. sem aldrei var byggt

1.684,00

Samtals

kr.

11.929,00

7. c. Hve miklu fé hefur ríkissjóður varið til

húsbúnaðar í öll hús staðarins?

Til húsbúnaðar handa forseta hefur

verið varið

kr.

257.975,94

Fyrir húsbúnað í íbúð ráðsmannsins

hafa verið greiddar

27.462,96

Samtals

kr.

285.438,90

Þá hef ég gefið svar við þeim af fyrirspurnunum, sem heyra undir forsrn., en hæstv. landbrh. mun gefa svar við þeim atriðum, sem snerta búreksturinn og heyra undir landbrn.

Ég enda svo mál mitt með því að minna hv. þm. á það, að umr. um svona mál sem snerta aðbúnað þjóðhöfðingja vors, eigi að fara fram á virðulegan hátt og í samræmi við það málefni, sem hér um ræðir.