10.03.1948
Sameinað þing: 51. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 613 í D-deild Alþingistíðinda. (3930)

910. mál, Bessastaðastofa o.fl.

Atvmrh. (Bjarni Ásgeirsson) :

Herra forseti. Eins og hæstv. forsrh. gat um, mun ég gefa upplýsingar um þau atriði fsp. hv. þm. S-Þ., sem snerta búreksturinn að Bessastöðum. Svara ég fyrst 6. lið fyrirspurnarinnar.

Til framræslu, nýræktar og sjóvarnargarða hefur verið varið:

1941–1943

kr.

10.876,55

1944

8.942,32

1945 samkv. reikn. búsins

-

1.083,88

— samkv. sérstökum reikn.

217.843,55

1946

19.620,77

1947 kr. 10.918,02 ÷ jarðabótastyrkir

greiddir vegna jarðabóta 1946,

kr. 3.918,02

7.000,00

Samtals

kr.

265.347,07

Jarðabótastyrkur mun eigi hafa verið greiddur á jarðabætur unnar 1945 og þær aldrei mældar sem jarðabætur.

Í kostnaði við jarðabætur 1945 mun vera innifalin allmikil vinna við að laga til túnbrekkuna suðaustan við forsetabústaðinn og kirkjuna. Verður sá kostnaður eigi aðgreindur, þótt hann sé venjulegum jarðabótum óviðkomandi.

Þá var það 7. liður a. Til bústofnskaupa á Bessastöðum hefur verið varið sem hér segir:

Þá er það b-liður, til hvers konar verkvéla.

Til búvélakaupa hefur verið varið sem hér segir:

1942

......

kr.

1.200,00

1943

......

810,00

1944

......

13.082.09

1945

......

4.112,04

1946

......

45.882,01

1947

......

11.404,65

Samtals

kr.

76.490,79

Varðandi búvélakaupin 1946 er það að segja, að það ár var keypt beitisdráttarvél, notuð, lítill vörubíll, notaður og þreskivél. Það er rétt að geta þess, að sökum þess, hve búið átti lítinn vélakost, var við hinar miklu fyrirhleðslu- og nýræktarframkvæmdir 1945 keypt vinna með beitisdráttarvél með jarðýtu fyrir 40000 kr. Hefði búið þá betur átt sína eigin jarðýtu.

Þá er það 8. liður: Hve stórt er búið nú, og hver er meðaluppskera, bæði heyfengur og garðmeti? Bústofn 1. jan. 1948 var sem hér segir:

Mjólkurkýr

31

Naut

1

Uxar

3

Kvígur

5

Hestar

3

Hænsn

450

Uppskeran 1946 og 1947 var þannig:

1946

1947

Taða (hestar)

1050

1190

Kartöflur (tunnur)

200

50

Korn (tunnur)

45

25

Loks er það 9. og síðasti liðurinn: Hver hefur orðið hagnaður eða tekjuhalli á búrekstrinum á Bessastöðum hvert ár, síðan ríkið hóf þar búrekstur?

Samkvæmt reikningum staðarins hefur tekjuafgangur og rekstrarhalli verið þannig árin 1941–1947 :

1941–1942 tekjuafgangur .

kr.

20.548,56

1943 —

1.089,53

1944 —

7.033,88

1945 rekstrarhalli

23.663,05

1946 —

15.451,87

1947 —

24.485,05

Reikningurinn 1947 er óendurskoðaður.

Á árunum 1941–1944 hefur því tekjuafgangur alls orðið 28.671,97 kr. (PO: Eru þá reiknaðir vextir af stofnkostnaði?) Nei. Á árunum 1945–1947 hefur hins vegar orðið tekjuhalli, er nemur 63.599,97 kr. Tekjuhallinn á búinu nemur því tæpum 35.000 kr. fyrir allt tímabilið.

Ég sé svo ekki ástæðu til að svara þessu frekar.