05.03.1948
Efri deild: 75. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 349 í B-deild Alþingistíðinda. (457)

23. mál, bændaskólar

Frsm. meiri hl. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Mér datt í hug, að ég hefði ekki tekið nógu greinilega fram, hvernig stóð á þeirri brtt. n., að hafa aðeins 2 kennara og skólastjóra í stað 3 og skólastj. Samkvæmt gömlu l. voru aðeins 2 kennarar auk skólastjóra, og þótti n. því varhugavert að fara út í embættafjölgun, þar sem fé var þá einnig veitt til að koma á stofn framhaldsdeild. Vildum við því heldur hafa fastakennarana færri en bæta frekar við aukakennurum, en samkv. 3. gr. á að láta þeim í té sérstök býli. En ef brtt. yrði samþ., þyrfti aðeins að leggja 2 kennurum þau til, — og yrðu aukakennararnir þá ekki ódýrari? Venjulega ganga búnaðarskólarnir svo eftir málum sínum, að þeir munu ná þessum hlunnindum. Ég tel enga nauðsyn á þessu, og einhvers staðar verður að stoppa við. Það á ekki að stofna fleiri föst kennaraembætti en áður, heldur byggja þar fyrir utan á tímakennslu.