16.02.1948
Neðri deild: 57. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 367 í B-deild Alþingistíðinda. (510)

148. mál, meðferð einkamála í héraði

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Hv. þm. V.-Húnv. hefur sýnilega ekki áttað sig á því, sem ég var þó búinn að sýna fram á ... öllum nema dómurum hæstaréttar og héraðsdómurum. Ég mundi segja, að ráðh., sem óánægður væri með lögreglustjóra, tollstjóra og hvaða embættismann sem væri, gæti vikið þeim embættismanni frá og sú frávikning væri fullkomlega gild að öðru leyti en því, að þessir menn ættu rétt á skaðabótum. Aftur á móti yrði frávikning ekki gild á héraðsdómara, þótt maðurinn væri orðinn 65 ára og fram til 70 ára aldurs, fyrr en það frv., sem hér liggur fyrir, hefur verið samþ. Ég verð að segja það, að það er ástæðulaust að láta héraðsdómara njóta þeirrar réttarverndar, sem þeir hafa umfram alla aðra menn í landinu aðra en hæstaréttardómara, lengur en hæstaréttardómarar njóta sömu réttarverndar.