16.03.1948
Efri deild: 79. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 377 í B-deild Alþingistíðinda. (529)

148. mál, meðferð einkamála í héraði

Hermann Jónasson:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja umr. með löngu máli, en aðeins þetta: Varðandi hæstaréttardómara þá, sem frá fóru við 65 ára aldur, þá vil ég lýsa því yfir, að þeir fóru allir frá með fullum launum. Nokkrar breytingar voru gerðar á skipun hæstaréttar, er ég var dómsmrh., sem leiddu þetta af sér. Hins vegar var ég samvizkusamur í allri framkvæmd minni samkv. l. um 65 ára hámarksstarfsaldur með heimildinni, að dómarar mættu gegna embætti til sjötugs. Ég misnotaði ekki ráðherravald mitt og það er ekkert tilefni til að álykta slíkt. Ég skal ekki fjölyrða um þetta, en ef ráðh. vill, að dómari fari frá við 65–70 ára aldurinn, þá getur hann svipt hann embætti án dóms samkvæmt frv. þessu. Ef frávikning ráðh. reynist nú ástæðulaus, þá getur dómari fengið skaðabótarétt. Hér er um matsatriði að ræða, hvenær dómari er orðinn ófær að gegna dómarastarfi, og ég vildi gjarnan fá frekari skýringu á þessu frá hæstv. dómsmrh. Það væri fróðlegt að fá að heyra, hvort matið á óhæfni dómara heyrir undir og er valdi dómsmrh. eða dómstólanna.