03.11.1947
Neðri deild: 12. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 381 í B-deild Alþingistíðinda. (560)

55. mál, brunavarnir og brunamál

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Herra forseti. Þetta frv. um brunamál, sem nú er lagt fram sem stjfrv., var lagt fyrir síðasta Alþ. og fór í gegnum 1. umr., en kom ekki frá n., enda var orðið áliðið þings.

Frv. felur í sér almenn ákvæði um brunamál. Núverandi löggjöf um þessi mál er orðin úrelt og slitrótt, og það hefur því verið nauðsyn að safna í eina allsherjar löggjöf ákvæðum varðandi þessi mál og fella inn í hana þau ný ákvæði, sem reynslan hefur sýnt, að þörf er á. Fyrsti kaflinn er um stjórn brimamála, er þar gert ráð fyrir. að skipaður verði sérstakur maður til þess að hafa yfirumsjón með 1. Annar kaflinn er um slökkvilið. Þriðji kaflinn er um meðferð á eldi, ljósum, eldfimum efnum, eldfæraeftirlit o.fl. Þar eru nokkur nýmæli um geymslu eldfimra efna, sem nauðsyn þótti að lögfesta. Fjórði kaflinn er um meðferð sprengiefna, fimmti kaflinn um skyldur borgaranna, ef eldsvoða ber að höndum, sjötti kaflinn um brunavarnir, sjöundi kaflinn um tilkynningu um eldsvoða og um réttarrannsókn, áttundi kaflinn um gerð húsa með tilliti til brunavarna og níundi kaflinn um sektir o.fl. Loks eru niðurlagsákvæði.

Ég sé ekki ástæðu til þess að rekja ákvæði frv. nánar. Það hefur fyrir skömmu legið fyrir og verið athugað í n. Frv. er skýrt og greinilegt og ber það með sér, sem um er að ræða. Það felur í sér samræmingu á gamalli löggjöf um þessi efni og breyt. á henni, þar sem hún er orðin úrelt. Ég vænti þess, að frv. fái afgreiðslu á þessu þingi, og legg til, að því verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.