18.03.1948
Efri deild: 81. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 384 í B-deild Alþingistíðinda. (571)

55. mál, brunavarnir og brunamál

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Hér liggur fyrir mikill lagabálkur, ég held 55 gr.. sem er að mestu saminn upp úr eldri lögum. Ef ég ætti að reifa þetta frv. mjög ýtarlega í framsöguræðu, tæki það satt að segja of mikinn tíma hér allra seinustu daga þingsins. Ég verð því að gera ráð fyrir, að hv. dm. sé kunnugt um innihald þessa frv. Það hefur nú gengið gegnum Nd. og tekið þar nokkrum breyt., en síðan var því vísað hér til allshn., og n. er öll sammála um að mæla með því, að það verði samþ. eins og það liggur fyrir með áorðnum breyt. frá Nd. Ég vil því ekki tefja tímann með neinni ræðu, en lýsi yfir því aftur, að n. leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt.