18.03.1948
Efri deild: 81. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 394 í B-deild Alþingistíðinda. (600)

127. mál, dýrtíðarráðstafanir

Frsm. (Guðmundur Í. Guðmundsson):

Herra forseti. Í l. um dýrtíðarráðstafanir var svo ákveðið, að ekki mætti miða við hærri verðlagsuppbót en 300 stig, og samtímis voru gerðar ráðstafanir til þess að færa niður verðlagið. Þegar þessi l. voru sett, var litið svo á, að þegar kauplagsnefnd reiknaði út húsaleiguvísitöluna, yrði hún reiknuð út á grundvelli almennrar vísitölu. 300. Ákvæði l. virtust líka ótvíræð í þessum efnum. En kauplagsnefnd vildi ekki skilja þetta þannig, og þegar hún reiknaði út húsaleiguvísitöluna 19. des. s.l., lagði hún til grundvallar vísitöluna eins og hún var 1. des. 1947. Forsrh. skrifaði þá nefndinni bréf og fól henni að reikna út nýja húsaleiguvísitölu, þar sem hin almenna vísitala 300 stig væri lögð til grundvallar samkvæmt l., til þess að taka af allan efa í þessum efnum. Fjhn. hefur fengið frv. til umsagnar, og mælir öll n. með því, að það verði samþ., nema hv. 4. landsk., sem áskilur sér rétt til að bera fram brtt.