18.03.1948
Efri deild: 81. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 396 í B-deild Alþingistíðinda. (605)

127. mál, dýrtíðarráðstafanir

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Hv. 4. landsk. var eitthvað að tala um taugaveiklun. Honum væri bezt að líta sér nær, í stað þess að beina slíkum ásökunum til annarra. Enginn trúir því, að þessi till. sé fram borin vegna áhuga þessa hv. þm. á réttum hagskýrslum. Honum hefur áreiðanlega verið pólitískur áróður meira í huga en réttar hagskýrslur, þegar hann bar till. fram. Réttar hagskýrslur eru honum ekki aðalatriðið, heldur það að slá ryki í augu manna. En umhyggjan fyrir hagskýrslunum held ég, að ekki sé svo ýkjamikil hjá þessum hv. þm. Ég held, að pólitískur ávinningur sé alltaf ofar í huga hans en áhugi fyrir nákvæmum hagskýrslum.