22.01.1948
Neðri deild: 42. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 468 í B-deild Alþingistíðinda. (616)

12. mál, útflutningur og innflutningur á íslenzkum og erlendum gjaldeyri

Ásgeir Ásgeirsson:

Ég vil mælast til þess við hæstv. forseta, að hann láti ekki þetta mál ganga til atkvæða nú í dag, af þeirri ástæðu, að ef þetta frv. verður fellt, áður en hitt frv. verður orðið að l., sem var næst á undan á dagskránni, þá eru engin lög til um útflutning og innflutning á íslenzkum gjaldeyri, því að hér er um að ræða staðfestingu á brbl. Því er annaðhvort, að taka verður ákvörðun um hina till. fyrst, áður en þetta frv. er látið ganga lengra, eða við 3. umr. þessa máls að bera frv. fram í annarri mynd sem brtt. við 1. gr. þessa frv., og hygg ég þá kannske, að n. færi eins hina leiðina. En af þessum ástæðum er ekki hægt að láta atkvgr. fara fram, fyrr en n. hefur athugað málið.