18.03.1948
Neðri deild: 75. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 469 í B-deild Alþingistíðinda. (624)

12. mál, útflutningur og innflutningur á íslenzkum og erlendum gjaldeyri

Jóhann Hafstein:

Herra forseti. Ég vildi aðeins leiðrétta það, sem hv. síðasti ræðumaður sagði. Hann gerði grein fyrir þeim skoðanamun, sem ríkir um þetta mál innan n. En af því að þetta er dálítið flókið, þá ætla ég að bæta nokkru við það, sem stendur í brtt. meiri hl. á þskj. 532.

Það er rétt, sem hv. frsm. sagði, að við viljum fella niður í 3. og 4. gr. ákvæði um það, að einstaklingar þurfi að skuldbinda sig til þess að semja ekki við hér búsetta aðila um það að fá íslenzkan gjaldeyri eða uppihald hér gegn erlendum gjaldeyri eða nokkurri annarri endurgreiðslu. Það felst þess vegna í brtt. okkar að útiloka ekki með h þann möguleika, að menn geti gert slíkt samkomulag sín á milli um uppihald. Ég vona, að þetta sé þá svo ljóst, að menn villist ekki á því, sem um er að ræða.

Ég tek undir það, sem hv. þm. V-Ísf. sagði um tilhögun atkvgr.