18.03.1948
Efri deild: 81. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 465 í B-deild Alþingistíðinda. (704)

61. mál, sementsverksmiðja

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil uppfylla það loforð mitt við ráðh. að lengja ekki þessar umr., ef samkomulagið verður haldið okkar í milli um brtt. við 1. gr. Það er rétt, að samkvæmt því hefur ríkisstj. staðarvalið alveg á valdi sinu. Hins vegar var það undirskilið hjá okkur ráðh. báðum, að framkvæmdum yrði ekki frestað eitthvað út í bláinn. — Ég vil svo ekki tefja þetta mál með langri ræðu. Ef ráðh. fellst á, að brtt. við 4. gr. sé dregin til baka og frv. samþ. með breyt. við 1. gr., þá feli ég frá ræðu minni að svo stöddu í trausti þess, að svo verði sem ég hef lýst. En ég áskil mér rétt til að halda ræðu minni áfram síðar, þegar ráðh. er búinn að svara, ef ræða hans gefur þá tilefni til.