22.03.1948
Neðri deild: 79. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 477 í B-deild Alþingistíðinda. (729)

135. mál, dýrtíðarráðstafanir

Einar Olgeirsson:

Ég mun eiga brtt. við þetta mál á þskj. 621, sem gengur út á það að undanþiggja íslenzkar iðnaðarvörur. Ég gat ekki verið á fundi í fjhn., þegar þetta mál var rætt, og kem þess vegna ekki fram með þessa brtt. fyrr en nú við 3. umr. Þar sem ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að hækka nokkuð tolla, þá álít ég rétt, að efnivörur til iðnaðar séu undanþegnar söluskatti. Ég mun ekki tefja fundinn með því að gera langa grein fyrir því, en vona, að till. verði samþ.