23.10.1947
Efri deild: 8. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 28 í B-deild Alþingistíðinda. (75)

3. mál, eignakönnun

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Frv. þetta er lagt fram til staðfestingar bráðabirgðalaga áður útgefinna.

Það er að vísu ekki lítill kostnaður við að gefa út nýja mynt og slá nýja 1–2 kr. peninga. Ég hygg þó, eftir þeim fréttum, sem mér hafa borizt, að ríkisstj. vilji leggja út í þann kostnað, þar eð heyrzt hefur, að nokkrir menn séu farnir að safna þessum peningum með það fyrir augum að koma þannig undan eignum sínum. Þegar hefur verið gerð ráðstöfun til þess, að ný mynt sé til staðar, og töldum við nm., — allir þeir, er viðstaddir voru, en einn nm., BrB, var ekki viðstaddur, er n. afgreiddi málið, — ekki ástæðu til að gera breyt. á þessu og leggjum til, að frv. verði samþ. óbreytt.