27.10.1947
Efri deild: 9. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 28 í B-deild Alþingistíðinda. (78)

3. mál, eignakönnun

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Ég minnist ekki, að þetta hafi komið til tals í ráðuneytinu, en skal á hinn bóginn gjarnan fara að orðum hv. 1. þm. Reykv. og láta athuga þessa hlið málsins. Í þessu sambandi er rétt að athuga, hvort fullkomin heimild muni vera fyrir því, að sú nýbreytni yrði tekin upp, og hvort það kosti þá ekki einhverja orðabreytingu. Það er að vísu 3. umr. í þessari d. nú, en það ættu ekki að þurfa að verða nein vandræði, þó að málið kæmi aftur til einnar umr. síðar.