18.02.1948
Efri deild: 64. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 512 í B-deild Alþingistíðinda. (803)

161. mál, bifreiðalög

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég vildi spyrja hæstv. dómsmrh., hvaða ákvæði séu um það í 2. gr., hve lengi löggilding ökuskírteina eigi að gilda. Ég geri ráð fyrir, að ætlazt hafi verið til, að ökuskírteini þyrftu framlengingar við, en ættu ekki að gilda ævilangt. Eðlilegt fyndist mér, að ökuskírteini þyrftu árlegrar endurnýjunar, og tel ég, að ákvæði vanti um það, hve lengi þau skuli gilda, et ætlazt er tif framlengingar.