18.02.1948
Efri deild: 64. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 513 í B-deild Alþingistíðinda. (804)

161. mál, bifreiðalög

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Ætlunin var nú sú, að það fælist heimild í frv. til þess að tímabinda ökukennaraleyfi, ef atvik þættu vera slík, og ég held nú, að um það séu fullnægjandi ákvæði í niðurlagi gr., og ég mundi skýra hana þannig. Hitt kann vel að vera rétt hjá hv. þm., að hér sé ekki nógu skýrt kveðið á, og hefði ég sízt á móti því, ef hv. allshn. sýndist, að skýrari ákvæði fælust þar um þetta en nú eru í greininni.