19.03.1948
Sameinað þing: 57. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 677 í B-deild Alþingistíðinda. (896)

129. mál, fjárlög 1948

Frsm. meiri hl. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Fjvn. hefur nú athugað milli umr. bæði þær brtt., sem hún sjálf tók aftur til 3. umr., og aðrar brtt., sem teknar voru til baka af einstökum hv. þm., og auk þess hefur hún athugað ýmis erindi, sem höfðu borizt til n., síðan 2. umr. fór fram.

Eftir að hafa athugað og rætt öll þessi mál, leggur n. til. að gerðar verði á frv. þær breyt., sem hún ber fram sameiginlega á þskj. 557, og skal ég nú greina nokkru nánar frá þeim.

Fyrst er brtt. við 13. gr., Mjóafjarðarvegur 20000 kr. Hér er ekki um útgjaldahækkun að ræða, heldur tilfærslu, sem þótti rétt að gera, og hefur slíkt verið gert annars staðar áður.

Um 2. brtt. er sama að segja. Þar er fært til samkv. ósk hv. þm. V-Ísf., fært frá Þingeyrarbryggju til Flateyrar. Að vísu óskaði hv. þm. eftir, að Þingeyri mætti standa með sina upphæð, en n. sá sér ekki fært að verða við því. Hann óskaði einnig eftir, að Flateyri væri færð upp í 150 þús., en n. sá sér ekki heldur fært að verða við því, en lagði til, að fært væri til milli þessara staða, því að hv. þm. taldi þörfina vera meiri á Flateyri.

Þá er 3. brtt. Það er tekið upp öðruvísi orðalag, að styrkurinn skuli vera til bókasafna og lesstofa. Þessi till. var tekin til baka við 2. um. af n. Ég vil í sambandi við þetta benda á, að í fjárl. fyrir 1947 er þessi styrkur 60 ]W s. kr. og skiptist þannig:

Akranes ................

25000

kr.

Flatey ..................

10000

-

Húsavík ................

10000

-

Ísafjörður ..............

5000

-

Stykkishólmur ...

10000

Samtals

60000

kr.

N. óskar þess, að þeirri upphæð, sem fer ekki til lesstofanna, verði skipt á sama hátt og í síðustu fjárl. Þessi brtt. raskar ekki gjöldum eða tekjum fjárlfrv.

4. brtt. var tekin aftur við 2. umr., en er nú tekin upp á ný af n. þannig breytt, að Páll Kr. Pálsson og Þorsteinn Hannesson eru teknir upp með sömu upphæð, en Þórunn Jóhannsdóttir og Gerður Helgadóttir fái 4 þús. kr. hvor um sig, með því að upplýst var, að þær mundu hvor um sig fá 2 þús. kr. hjá menntamálaráði. Eru þessir styrkir því lækkaðir um 4000 kr. frá því, sem áður var gert ráð fyrir.

5. brtt. er gerð í samráði við raforkumálastjóra. Hann taldi ekki hægt að lækka svo mjög laun á d-lið, þar sem þar vari um fasta starfsmenn að ræða, og taldi sig þurfa að frí hækkun til að greiða þeim. Hins vegar féllst hann á að hækka tekjurnar, svo að brtt. hefur ekki áhrif á útkomu fjárl.

6. brtt. er meira leiðrétting. Það er að færa þannig til tölur, að það komi slétt út. Það á að vera þannig reiknað út, að upphæðin sé 26900 kr., svo að það hefur ekki heldur áhrif á afgreiðslu fjárl.

Þá er 7. brtt. Það þótti rétt að gera þessa breyt. eftir ábendingu frá raforkumálastjóra, því að eins og till var orðuð, þá var það ekki lengur framlag til ríkisrafveitna, því að þessar 250 þús. kr. eru ætlaðar til dieselrafstöðva 100 hestafla og stærri, en þær heyra ekki undir ríkisrafveitur.

Um 8. brtt. er það að segja, að þessi till. var tekin aftur til 3. umr., og hefur n. í samráði við hæstv. ríkisstj. tekið upp aftur 500 þús. kr. í staðinn fyrir 1 milljón, sem upphaflega stóð í frv., og er það sama till. og borin var fram af n. áður.

Ég þarf ekki að fara út í hvern einstakan lið við 18. gr. Það eru mest leiðréttingar, og sé ég ekki ástæðu til að ræða hverja út af fyrir sig. Ég vil þó benda á, að sumir af þessum aðilum voru ekki látnir um áramót. En með því að samþ. hafa verið I. um bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði, þótti n. rétt að hafa þann háttinn á að láta þessi nöfn falla úr frv., því að greiðsla hefur farið fram til þessara manna samkv. l. um bráðabirgðagreiðslur, meðan þeir lifðu.

Í sambandi við 18. gr. vil ég mega beina því til hæstv. fjmrh., að fjvn. er mjög um það hugað og leggur mikla áherzlu á, að reynt sé á þessu ári að undirbúa þessa gr. frv. með öðrum hætti í næsta fjárlfrv. en verið hefur. Í þessari gr. gætir mjög mikils ósamræmis. T.d. eru sumar eldri ekkjur með miklu minni eftirlaun en þær yngri, og eru margvíslegir erfiðleikar á því fyrir n. að meta það á hverju ári. Það væri því ákaflega æskilegt, ef hæstv. ríkisstj. vildi setja í þetta 1–2 kunnuga menn til að samræma og undirbúa þessa gr. betur en verið hefur. M.a. er nauðsynlegt að hafa þannig sundurgreiningu á þessum mönnum, að það sjáist, hvað þeir hafa samkvæmt lögum og hverju eigi að bæta við þá. Þá væri þetta miklu aðgengilegra. Hitt er þó aðalnauðsynin, að samræma eftirlaunin til viðkomandi aðila. Ég skal einnig benda á, að sumt af þessu fólki, sem sett er hér og á sama tíma hefur styrk frá Tryggingastofnun ríkisins, eins og fiskimatsmenn, eru teknir og færðir yfir það takmark, sem þar er ákveðið. Þyrfti að taka þetta allt til athugunar í næstu fjárl.

Þá er það 24. brtt. Hún var tekin aftur af n. til 3. umr., að kaupa tímarita- og blaðasafn Helga Tryggvasonar bókbindara, ef samkomulag næst um verð og greiðsluskilmála. Nú hefur n. tekið till. upp á ný. En ég vil benda á, að eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, er verðtilboðið, 350 þús. kr., svo hátt, að n. telur óstætt á því að greiða nokkuð svipað því fyrir safnið. Ég vil beina því til hæstv. ríkisstj. að hafa um þetta fullt samkomulag við hæstv. fjmrh. og menntmrh., að ekki sé greitt meira fyrir þetta safn en nauðsynlegt þætti. Hins vegar vill n. leggja til, að heimildin sé gefin.

25. brtt. var einnig tekin aftur, af því að þurfti að breyta orðalaginu.

Þá á fjvn. brtt. á þskj. 582. Er þar fyrst brtt. II við 13. gr. Liðurinn orðist svo: „Til vegalagningar á landi ríkissjóðs í Kópavogi 80000 kr.“

Það er sama upphæð og í frv., en aðeins sú breyt. gerð, að fellt er niður skilyrðið um, að 2/5 komi annars staðar frá. Er það gert vegna þess, að upplýst hefur verið fyrir n., að þegar þessi lönd voru seld á leigu til viðkomandi aðila, lágu fyrir kort og till. frá Búnaðarfélagi Íslands um vegalagninguna og loforð fyrir henni úr ríkissjóði án mótframlags. Ekkert af þessu fé, sem varið hefur verið til vegalagningar á löndum ríkissjóðs, hefur farið í aðra vegi. Oddviti hreppsins segir þó, að hreppurinn muni leggja aðra vegi á sinn kostnað, eftir að þessi loforð hafa verið uppfyllt. Þótti n. rétt að taka þetta til greina, enda er þetta í fyrsta skipti, sem þessi skilyrði hafa verið sett. Er þetta samkv. till. frá vegamálastjóra.

N. hefur ekki tekið upp breyt. við B-kafla 13. gr., framlag til flóabátaferða, en samvn. samgm. hefur eftir venju fjallað um það mál og gert um það till., sem hún mun gera grein fyrir. Hins vegar hef ég leyft mér að taka þá upphæð á sjóðsyfirlit til að sjá, hvaða áhrif sú breyt. hefur á rekstrarútkomuna.

Þá er hér brtt. XIV frá fjvn., nýr liður við 22. gr., að veita stj. heimild til að lána hafnarsjóði Bolungavíkur allt að 350 þús. kr. til þess að endurbæta skemmdir, sem urðu á brimbrjótnum þar haustið 1946, þar til upplýst hefur verið, hvaða orsakir liggja til skemmdanna. Það hefur komið skýrsla frá hafnarn. Bolungavíkur til n., en rannsókn hefur ekki farið fram. en n. þykir nauðsynlegt, að svo verði gert. Ég vil ekki leggja dóm á það, af hvaða ástæðum þessar skemmdir hafa orðið, en þegar liggur fyrir, hverjar ástæðurnar eru, er sjálfsagt að taka þetta mál upp á ný, því að þá ber að greina þar á milli, hvort skemmdirnar muni vera af völdum náttúruaflanna, þannig að óviðráðanlegt sé að því leyti, og verður þá að taka ákvörðun um það, hvort rétt sé, að ríkissjóður greiði að fullu skemmdir, sem verða á hafnarmannvirkjum af þeim ástæðum, eða skemmdirnar stafi af mistökum, sem einhverjum aðila sé að kenna, en allt þetta óskar n., að verði upplýst, áður en tekin er fullnaðarákvörðun um það, hver skuli greiða þetta.

Þá er hér till. um að heimila ríkisstj. að verja allt að 3360000 kr. eða taka sömu upphæð að láni til sjálfvirkrar símstöðvar á Akureyri, sæsíma yfir Hvalfjörð og firði á Barðaströnd og til póst- og símahúss í Hrútafirði. Að vísu hefur ríkisstj. heimild til þess að taka að láni nægilegt fé til þess að greiða þessa upphæð, en þó tekið upp í samráði við póst- og símamálastjóra og fjmrh., að þetta sé nú tekið upp á 22. gr. Ég vil í sambandi við þetta benda á, að öll áhöld til símstöðvarinnar á Akureyri liggja tilbúin í Svíþjóð.

Þá er hér XIX. N. leggur til, að við 22. gr. sé tekin upp eftirfarandi heimild: „Að draga úr framlögum til verklegra framkvæmda, sem ekki eru bundin í öðrum lögum en fjárlögum, um allt að 35% (í síðustu fjárlögum var þetta 30%. Fjármálaráðherra óskaði að fá 40%, en samkomulag varð um það í n. að hafa þetta 35%), eftir jöfnum hlutföllum, eftir því sem við verður komið, ef ríkisstj. tetur, að vinnuafl dragist um of frá framleiðslustörfum eða fyrirsjáanlegt er, að tekjur ríkisins á árinu hrökkva ekki fyrir gjöldum.“ Þessi orðun er gerð í samráði við hæstv. ríkisstj. Síðari málsgr. hljóðar svo: „Ef fé er hins vegar fyrir hendi, en fresta verður framkvæmdum af öðrum ástæðum, skal það fé geymt, er til þeirra framkvæmda var ætlað, en þær að öðrum kosti látnar sitja í fyrirrúmi á árinu 1949.“ Er það sú sama regla, sem hefur verið haldin áður, og væntir því n., að um þetta þurfi ekki lengi að deila.

Þá eru aðeins eftir tvær brtt., sem fjvn. ber fram og enn eru ekki komnar úr prentun, en munu verða lagðar fram mjög bráðlega, og tel ég rétt að skýra frá þeim nú, til þess að þurfa ekki að vera að tefja umr. um það síðar. — Fyrri till. er við 15. gr., um, að tekinn verði upp styrkur til Páls Hermannssonar, fv. alþm., til ritstarfa, 3500 kr. grunnlaun, eða alls 10500 kr. — Ég held, að ég þurfi ekki að ræða mikið um það atriði hér. Öllum alþm. er kunnugt, að Páll Hermannsson hefur unnið hér merkilegt starf á Alþ. Hann hefur nú látið af störfum frá þinginu og bústjórn fyrir það bú, sem ríkið átti á sínum tíma, og held ég, að ekki verði um það deilt, að sá maður hefur látið af störfum með þeim sóma, að rétt sé að samþ. þetta alveg ágreiningslaust.

Hin till. er við 22. gr., að heimila að greiða til þeirra manna, sem voru á vélbátnum Björgu, 25 þús. kr. til þess að kaupa nýjan bát. Þessir menn hafa nú ráðizt í að kaupa annan bát fyrir 300 þús. kr., og hefur fjvn. fallizt á að styrkja þetta með 25 þús. kr. framlagi.

Að síðustu leggur n. til, að tekið verði upp á 22. gr. að heimila að greiða Boga Ólafssyni full laun, ef hann skyldi láta af störfum á þessu ári. Ég vil í sambandi við þetta mál benda á, að þessi stefna, að taka menn á föst laun þegar þeir láta af störfum, hefur jafnan mætt mjög mikilli andúð í n. og verið um það skiptar skoðanir. Ég vil ekki blanda þar inn sérstökum persónum, og það er það leiðinlega við málið, að blandazt hefur inn í það, hvort þessi eða hinn eigi frekar að verða þessa aðnjótandi en einhver annar. Stefnan sjálf er alveg óverjandi út af fyrir sig. Það deilir enginn um það, að Bogi Ólafsson sé einn af þeim mönnum, sem kannske bezt hafa unnið til þessa heiðurs, og hefur það kannske orðið til þess, að hann hefur verið tekinn upp, þótt n. sé á móti þessari stefnu. En ég vil benda á það, að vel getur komið til mála, — ekki á þessu ári að sjálfsögðu, en á næsta ári, — að sams konar upphæð yrði þá dregin af því framlagi, sem ríkissjóður leggur til orðabókarinnar, því að annars væri þetta beinn styrkur til orðabókarinnar. Nú er lagt til hennar 45 þús. kr., og ef Bogi Ólafsson hefði látið af störfum nú þegar og tekið við starfi hjá orðabókarnefnd, geri ég ráð fyrir, að n. hefði lagt til að lækka hlutfallslega þessa upphæð. En með því að ekki er víst, að Bogi Ólafsson láti af störfum. og svo mikið liðið á árið, þykir ekki rétt að draga mikið úr framlaginu, sem er á 15. gr. nú, en kemur til athugunar, þegar næstu fjárlög verða samin.

Ég sé ekki ástæðu til að ræða frekar um þetta. Því miður hefur n. ekki séð sér fært að taka inn neinar till. frá einstökum þm. Hefði verið mjög nauðsynlegt að taka nokkru nánar til athugunar tillög til einstöku hafnarmannvirkja, því að frá vitamálastjóra hafa komið nýjar upplýsingar sem leiðréttingar á þeim upplýsingum, sem n. fékk 12. febr. N. hefur þó ekki séð sér fært að fara inn á endurskiptingu, en væntir, að hæstv. samgmrh. líti með fullum skilningi á þessi mál, m.a. með einhverri hjálp úr hafnarbótasjóði, ef þessir staðir verða sérstaklega illa úti fyrir það eitt, að rangar upplýsingar hafa verið gefnar af hálfu vitamálastjórnarinnar um framkvæmdir á yfirstandandi ári. Varð um það samkomulag í n. að reyna að halda úthlutuninni eins og hún er, því að ef farið væri að opna þetta á annað borð, yrði erfitt að stöðva. Ég legg því til fyrir hönd n. allrar, því að öll n. stendur að þessum till., að till. verði samþ. eins og þær liggja fyrir.