23.03.1948
Neðri deild: 83. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 838 í B-deild Alþingistíðinda. (987)

182. mál, verndun fiskimiða landgrunnsins

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Það var tvennt, sem ég hafði að athuga við þetta frv. við 1. umr. Öðru atriðinu hefur nú þegar verið fullnægt. Hitt atriðið er um þá aðferð, sem við veljum til að knýja mál okkar fram. Það er ófært, að það verði rætt hér. Ég hafði óskað þess í utanrmn.. að eftir að málið væri gengið í gegnum þingið, þá yrði haft samráð við utanrmn. um allar frekari aðgerðir. Þessu var hvorki neitað né lofað í n. og ekki hægt að fá ákveðið svar. Því vildi ég leyfa mér að fara fram á það við hæstv. forsrh., ef það er hans vilji, að hann heiti því, að samráð verði haft við n. eftir á. Utanrmn. hefur undirbúið málið, og enda þótt fjmrh. sé veitt valdið með frv., er eðlilegt, að sannað sé haft við utanrmn. Ég vildi því óska þess, að hæstv. forsrh. gefi yfirlýsingu um þetta, svo að losna megi við umr. um málið.