09.05.1949
Efri deild: 101. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 657 í B-deild Alþingistíðinda. (1029)

184. mál, hlutatryggingarsjóður bátaútvegsins

Frsm:

1. minni hl. (Gísli Jónsson): Herra forseti. Aðeins stutt athugasemd við ræðu 1. þm. Reykv. og ræðu þm. N-Þ. Mér virðist sem þeir hafi alls ekki lesið till. mínar um tekjuöflun til sjóðsins. Eftir mínum till. á sjóðurinn að fá svipaðar tekjur og frv. gerir ráð fyrir, þó að í mínum till. felist að vísu mun öruggari tekjustofnar. En það, sem hér er um að ræða, er till. mín um 1/2% af verðmæti innfluttra vara, en það gerir eftir innflutningi síðasta árs 2.151.500.00 kr. Þetta er það, sem þessir hv. þm. látast ekki skilja, en með tilraunum sínum til, að sjóðurinn fái ekki þessar tekjur, eru þeir að draga úr tekjum sjóðsins. Umr. (atkvgr.) frestað.