13.05.1949
Neðri deild: 108. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 718 í B-deild Alþingistíðinda. (1092)

1. mál, togarakaup ríkisins

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Herra forseti. Frsm. fjhn. sagði mér, að hann gæti því miður ekki verið á fundi í dag, og þess vegna þykir mér rétt, áður en lengra er haldið með málið, að geta þess, að sú brtt., sem n. hefur komið sér saman um að flytja við frv., er gerð í samráði við ríkisstj., og mælir hún með þeirri brtt. — Frv. þessu fylgdi ég úr hlaði á sínum tíma með mörgum skýringum og sé ekki ástæðu til að endurtaka það við þessa umr. málsins né heldur að minnast á brtt., sem fyrir liggja á þskj. 690 og 691, fyrr en gerð hefur verið grein fyrir þeim af flm.