16.05.1949
Efri deild: 110. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 728 í B-deild Alþingistíðinda. (1112)

1. mál, togarakaup ríkisins

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Út af fram komnum ummælum um hæstv. fjmrh. vil ég taka það fram, að honum var ókunnugt um þessa brtt., þar sem hún er fram borin skriflega undir umr., og hefur hann því ekki getað vitað það fyrir fram, að hennar var von. Auk þess hefur hæstv. fjmrh. talið það víst, að örugglega væri staðið á verði um fjárhag ríkisins af ýmsum hér í hv. d. og ekki sízt hv. form. fjvn. Það hefur að vísu brugðizt, en ég vil ekki, þó að sumir hv. þm. hafi gert það, bregðast fylgi mínu við góðan fjárhag ríkissjóðs og segi því nei.

2. gr. samþ. með 11:3 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: BÓ, BrB, EE, GÍG, HV, PZ, SÁÓ, StgrA, ÁS, BK, BSt.

nei: GJ, ÞÞ, BBen.

3 þm. (HermJ, JJós, LJóh) fjarstaddir.

3 þm. gerðu grein fyrir atkv.: