16.05.1949
Efri deild: 111. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 729 í B-deild Alþingistíðinda. (1117)

1. mál, togarakaup ríkisins

Steingrímur Aðalsteinsson:

Herra forseti. Þegar málið var til 2. umr., flutti ég brtt. við 2. gr., sem fól í sér, að gerðar væru ráðstafanir til þess að tryggja bæjar- og sveitarfélögum lánsmöguleika, svo að þau gætu keypt skipin. Þar var lagt til, að allt að 85% af verði skipanna væri lánað, eins og gert var við nýsköpunartogarana. En þessi till. mín var felld. Nú vil ég freista að fá samþ. brtt. við 2. gr., sem gengur miklu skemur en sú, sem felld var í dag, eða þannig, að í stað 10% í 2. gr. komi 50% og til samræmis við það komi 7,5 millj., sem fjmrh. er heimilt að lána í stað 1,5 millj. áður. Ég álít að vísu, að þessi heimild sé ekki nægileg, en hún er þó í rétta átt og gerir vonandi einhverjum bæjarfélögum kleift að kaupa togara. Ég vil sem sagt sannprófa, hvort ekki er hægt að komast eitthvað áleiðis í þessum efnum.