14.12.1948
Neðri deild: 34. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 54 í B-deild Alþingistíðinda. (115)

89. mál, tekjuskattsviðauki 1949

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Nefndin leggur til, að þetta frv. verði samþ. Hinsvegar komu fram raddir í n. um það, að ef lagt væri fyrir þingið frv. um breyt. á skattalögunum almennt, þá kynni þessi framlenging að reynast óþörf. N. leitaði sér upplýsinga hjá ríkisstj. um það, hvort hún mundi síðar á þessu þingi leggja fyrir frv. að nýjum skattal., byggt á athugunum mþn., sem hefur þetta mál nú með höndum. Ríkisstj. svaraði því, að hún hefði hug á að leggja slíkt frv. fyrir upp úr áramótunum, en þar sem hún hefði ekki enn fengið í hendur nál. þessu viðvíkjandi, þá gæti hún ekki gefið ákveðið loforð um það. Í samræmi við þetta, og með óskum til ríkisstj. um að flýta þessari endurskoðun leggur n. til, að frv. verði samþ.