13.05.1949
Efri deild: 105. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 740 í B-deild Alþingistíðinda. (1167)

209. mál, loftflutningur milli landa

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég hef óskað, að þetta mál yrði tekið fyrir, því að ég vildi fara um það nokkrum orðum, en gat ekki verið viðstaddur við 1. umr. Þetta mál liggur mjög ljóst fyrir og er ákaflega einfalt. Það er um alþjóðasamninga, sem mörg ríki hafa gerzt þátttakendur að, og er hér farið fram á, að þeir verði einnig löggiltir hér á landi. Þetta er gert eftir till. manna í utanrrn. og fleiri, sem mjög hafa vit á þessum málum. Mér finnst alveg sjálfsagt, að hv. deild samþykki þetta, enda hefur n. einróma lagt það til.