16.05.1949
Efri deild: 110. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 810 í B-deild Alþingistíðinda. (1232)

23. mál, meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra

Frsm. minni hl. (Gísli Jónsson):

Ég skal ekki halda uppi neinum umr. um þetta mál, þar sem ég hef skýrt það rækilega frá minni hlið Ég vil aðeins taka fram hér, að allar þær till. sem ég flutti til bóta á frv. og til þess að meiri mannúð mætti ríkja í þessum málum, hafa verið felldar. Enn fremur hafa svo að segja allar till. frá n. verið felldar, sem margar hverjar hefðu þó stórlega orðið til bóta á frv. Það er þetta sjónarmið, að ríkisstj. hefur lagt kapp á að fá málið fram án nokkurra endurbóta. Ég mun þó ekki hafa nein afskipti af atkvgr., hvorki með né móti, með tilliti til þeirrar grg., sem ég þegar hef gefið.