16.12.1948
Efri deild: 37. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 54 í B-deild Alþingistíðinda. (124)

89. mál, tekjuskattsviðauki 1949

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur haft frv. þetta til athugunar, og hefur verið þannig ástatt, að þeir þrír nm., sem til náðist, leggja til, að frv. verði samþ., en einn nm., hv. 4. landsk., hefur eigi tekið afstöðu til málsins. Þetta frv. er aðeins framlenging á l., sem um mörg undanfarin ár hafa verið framkvæmd á sama hátt og í frv. segir.

N. sá sér ekki fært að leggja til að fella niður tekjurnar, sem eru teknar af þeim mönnum í landinu, er mestar hafa tekjurnar, en lægri gjaldþegnar sleppa við þetta og greiða eigi gjaldið skv. frv. þessu. M.ö.o. mælir meiri hluti n. fram með frv., en einn nm. hefur enga afstöðu tekið til málsins, að því er hann hefur fýst yfir.