16.05.1949
Neðri deild: 111. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 823 í B-deild Alþingistíðinda. (1273)

180. mál, fiskiðjuver í Reykjavík

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég þarf ekki að ræða málið frekar, en ég gerði við 2. umr. í dag. Ég vil leyfa mér að leggja fram till. um, að 10 gr. falli burt. Ég rökstuddi þá till. í dag og þarf ekki að endurtaka það. Til vara flyt ég þá till., að svo framarlega sem þessi till. verði felld, þá bætist aftan við 10 gr.: enda sé almenn þátttaka í félagi þessu. — Ég sakna í till. sjútvn. að þetta hefur fallið burt frá því, sem var í stjórnarfrv. — Ég vil nú leyfa mér að biðja forseta að leita afbrigða fyrir þessar till.