17.05.1949
Neðri deild: 113. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 865 í B-deild Alþingistíðinda. (1355)

203. mál, skemmtanaskattur og Þjóðleikhús

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Ég vil benda á það, að mitt sjónarmið í þessu máli var það, að rekstrarsjóður þyrfti ekki á þessum peningum að halda nú, heldur síðar, og þess vegna var ég þessu samþykkur í Ed., og ég treysti því, að hv. þm. uni þessari miðlunartill. Ég vil enn fremur benda á það, að síðan skemmtanaskatturinn var hækkaður, nema 40% nú næstum því sömu upphæð og 50% námu fyrir hækkunina.

Að síðustu vil ég svo mælast til þess, að hv. þdm. þrengi ekki meira að þjóðleikhússtofnuninni en þegar hefur verið gert.