21.03.1949
Sameinað þing: 51. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 919 í B-deild Alþingistíðinda. (1374)

42. mál, fjárlög 1949

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Herra forseti. Eins og hv. 2. þm. Reykv. gat um, hefur það verið venja undanfarin ár, að eldhúsumræðum væri frestað til 3. umr. fjárlaganna. Þetta hefur nú verið athugað í þingflokkunum, og hygg ég að þrír þeirra séu á einu máli um að hafa sömu aðferð og undanfarið. Hæstv. forseti mun hafa minnzt á þetta við hv. form. Sósfl., og mun hann í fyrstu ekki hafa tekið því fjarri, en síðan hefur flokkur hans komizt að þeirri niðurstöðu að leggja gegn þessu. Með því hefur fastlega verið reiknað, að sama aðferð verði viðhöfð og undanfarin ár, og tel ég rétt, að svo verði enn, en sjálfsagt er, að hv. þingmenn skeri hér sjálfir úr, hvort þeir nú vilja að þessu leyti víkja frá þingsköpum, og mælist ég til þess við hæstv. forseta, að hann beri það undir hv. þm., hvort þeir vilja þessi afbrigði.