24.03.1949
Sameinað þing: 53. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 956 í B-deild Alþingistíðinda. (1381)

42. mál, fjárlög 1949

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Ég vil, eins og sjálfsagt er, þakka hv. fjvn: fyrir þá vinnu, sem hún hefur lagt í að afgreiða fjárlagafrv. að þessu sinni, og tel víst, að fyrir henni hafi vakað, eins og skylt er, að gera sitt til þess, að fjárlögin yrðu afgr. þannig, að viðhlítandi væri. Það hefur margt komið fram í þessum umr., sérstaklega í ræðu hv. frsm., sem er eftirtektarvert og getur gefið tilefni til margs konar athugasemda. Ef til vill verða þær þó ekki tæmandi frá minni hendi, enda ekki þörf á því að fara út í allar einstakar till. til hækkunar og lækkunar, er n. hefur gert, og á ég þá fyrst og fremst við till. hv. meiri hl. n. Hvað minni hl. snertir virðast till. hans einvörðungu í hækkunarátt, eins og von var á úr því horni, og mun ég láta ræðu hv. frsm. minni hl., sem var eins og forsmekkur af eldhúsdagsumr., að mestu leyti sem vind um eyrun þjóta. Ég vil aðeins benda á, að það samræmi, sem maður á að venjast úr þessari átt, kom fram hjá hv. 8. landsk. Annars vegar er fjargviðrazt yfir hækkuðum útgjöldum og auknum álögum,en hins vegar eru kölluð framhækkuð útgjöld og þar með auknar álögur á almenning. Það er það, sem hv. minni hl. hefur gert við þessa umr. Meiri hl. n., eða niðurstöður hans, krefjast um eða yfir 30 millj. kr. í auknar tekjur fyrir ríkissjóð. En minni hl. er ekki ánægður með þetta, heldur bætir við 9 millj. kr. fram yfir. Verði slík útgjaldaaukning samþ., hlýtur hún óhjákvæmilega að hafa í för með sér aukna skatta eða tolla. Þessi málsmeðferð dæmir sig sjálf, og þarf af minni hálfu engra frekari athugasemda við.

Meiri hl. hefur gert sér tíðrætt um 20 millj. kr. aukin útgjöld, er hann kallar þenslu á ríkisrekstrinum, samanborið við fjárlögin 1948. Hv. nm. hafa mjög einblínt á þessar 20 millj., en ég vil nú gera tilraun til þess að skýra að nokkru, hvernig þessu er varið, vegna þess að það kom ekki fram í ræðu hv. frsm. meiri hl., að verulegt tillit hefði verið tekið til þeirra skýringa, er liggja fyrir og sparnaðarn. vann að samkvæmt beiðni fjvn. og rn. En áður vildi ég segja, að ég saknaði algerlega, bæði í nál. meiri hl. og ræðu hv. frsm. meiri hl., eins höfuðatriðis, sem mjög var gengið eftir, þegar fjárlögin voru lögð fram, og hefur verið uppfyllt af rn., en það var að gefa fjvn. skýrslu um starfsmannahald ríkisins. Hv. form. fjvn. kvað eitt sinn svo ríkt að orði út af vöntun þessarar skýrslu, að það væru fulltrúar í n., það munu hafa verið fulltrúar Framsfl., sem ekki mundu fást til að starfa, nema þessi skýrsla væri lögð fram. Ég minnist þess líka, að í blaði sama flokks var það talinn galli, að þessi skýrsla hefði ekki fylgt fjárlagafrv. Nú, við að heyra þessi tíðindi var lögð áherzla á það, að þessi skýrsla væri búin til, og fór í það mikil vinna. Hún var síðan send fjvn. fyrir mánuðum, eða að minnsta kosti mörgum vikum síðan. Hún var vissulega komin í hendur n. fyrir hátíðir. En ég sakna þess, að skýrslan hafi nokkuð létt undir störf n. eða að tillit hafi verið tekið til hennar. Hv. frsm. minntist ekki á hana, og ef dæma má eftir þeim till., sem hér liggja fyrir, virðist efamál, hvort skýrslan hafi nokkuð létt störf n. Það er ekki svo að skilja, að ég sjái eftir, að skýrslan hefur verið lögð fram. Ég tel sjálfsagt, að aðgangur sé að þessum upplýsingum. En ég hef ekki komið auga á þau straumhvörf, er við hefði mátt búast, þrátt fyrir það að skýrslan hafi legið hjá n. í margar vikur. Ég hafði ætlað, eins og ég sagði áðan, að þau plögg, er sparnaðarn. lagði fram, varðandi 20 millj. kr. útþenslu, yrðu eitthvað tekin til greina, en mér finnst ekki, að það hafi verið gert, og vil því leyfa mér að drepa lítillega á þetta til þess að sýna, hvað hér er raunverulega um að ræða. Í „Samanburði rekstrarútgjalda 1949 og 1948“, en þetta er heiti á skrá, sem fjvn. samdi á sínum tíma og sendi rn. og sýnir umtalaðar 20 millj., er byrjað að telja fram aukinn kostnað frá 1948 til 1949 á 3. gr. A. 2. Undir þessa gr. heyra póstur, sími, áfengisverzlunin, tóbakseinkasalan, útvarpið, viðtækjaverzlunin, Ríkisprentsmiðjan Gutenberg, Áburðarsala ríkisins og Grænmetisverzlun ríkisins. N. telur, að kostnaðurinn við þessar stofnanir hafi hækkað um 2.452.000 kr. Þá telur n., að vaxtabyrði ríkissjóðs samkvæmt 7. gr. hafi hækkað um 1.9 millj. kr., eða 1.945.000 kr. Þegar rekstrarútgjöldin 1948 eru borin saman við fjárlagafrv. nú, er villandi að blanda 3. gr. inn í þann samanburð. Útþensla útgjalda samkvæmt þeirri gr. og útþensla og samdráttur tekna hjá þeim stofnunum, sem taldar eru í gr., er ekki ætið í réttu hlutfalli. Það þarf því að halda henni utan við, þegar talað er um rekstur ríkisins, því að það veldur ruglingi að taka hana með. Í ýmsum þessara stofnana getur umsetningin verið meiri, en áður eða starf þeirra fært út. Þannig er það t.d. með prentsmiðjuna Gutenberg. Þar hefur verið óvenjulega mikið að gera. Það fer ekki vel á því að einblína eingöngu á það, að starfsmönnum hafi fjölgað og kostnaður aukizt, án þess að taka tillit til þess, af hverju þetta stafar. Það þarf að aðgreina stofnanir ríkisins og sjálfa „administrationina“. Um vextina er það að segja, að hækkun þeirra eða lækkun getur stafað af öðru, en útþenslu í rekstri. Þetta tvennt nemur hálfri fimmtu millj. kr., og það er hluti af þessum 20 millj., sem n. telur vera rekstrarútþenslu ríkisins.

Þá telur n., að 8. gr. hafi hækkað um 65 þús. kr. Fyrir þeirri hækkun er gerð full grein í aths. við frv. Þá er það 9. gr. N. telur réttilega hækkun þar 800 þús. kr. Hér er náttúrlega um áætlun að ræða og ógerningur er að ákveða þetta með fullri vissu, en skynsamlegast virðist að hafa það ekki allt of lágt. Hækkunin á 10. gr., sem n. telur 398 þús. kr., var skýrð fyrir n. í bréfi, dags. 10. nóv. s.l. Af þeirri fjárhæð er einna mest, sem áætlað er, að þurfi til stjórnarráðsins, en það hefur verið of lágt áætlað, því að bætt hefur verið við starfsfólki, þar sem störf hafa aukizt, auk ýmislegs annars kostnaðar. Þá er á skrá n. talin hækkun á kostnaði við 11. gr., sem innifelur margs konar opinbert eftirlit, svo sem skipaskoðun og innheimtu tolla og skatta, og nemur hún í allt 3 millj. og 847 þús. kr. Þessi hækkun stafar af ýmsu, svo sem meiri launagreiðslum og hækkuðu verðlagi í landinu. Viðskipta- og verðlagseftirlitið krefst miklu meira fjár en áður hefur verið, og að því er húsaleigunefndir snertir var kostnaðurinn of lágt áætlaður árið 1948, og þegar það sannaðist, var að óbreyttri löggjöf sjálfsagt að hækka í fjárl. framlag til þeirra. Þá telur n. á 12. gr. 3 millj. og 475 þús. kr. hækkun. Stafar hún t.d. af útgjaldaaukningu við ríkisspítalana, sem sumpart kemur af hækkuðu verðlagi á nauðsynjum, en aðallega þó vegna fyrirhugaðra viðbóta við Klepp og Landsspítalann, fæðingardeildina, sem aftur hefur áhrif á sjúkrastyrkinn til hækkunar. Fyrir öllu þessu er gerð grein í aths. við frv. Það er ekki hægt að horfa fram hjá þörfinni á nýjum spítölum, og er þeir taka til starfa, stækkar sá hópur sjúklinga, sem greiða þarf til. Um 13. gr. er það að segja, að þar er 2.373 millj. kr. hækkun, t.d. til vitamála, vegamála og flugmála. Inn í gr. hefur verið tekinn nýr liður — áætlunarferðir á vegum póststjórnarinnar — en hann var áður í 3. gr. Þetta vill fjvn. taka sem dæmi um nýja útþenslu í ríkisrekstrinum, en ég leyfi mér að benda á, að svo er ekki, þessi rekstur var til áður, en er nú tekinn inn á rétta grein. Og þegar þetta frv. var samið, var ekki gert annað en að leiðrétta það, sem var of lágt áætlað. En í þessu sambandi vil ég líka benda á, að aukin útgjöld á rekstrarreikningi þurfa ekki að benda til verri afkomu. Því meira sem verkfærin eru notuð, því meiri tekjuvon, og hefði n. mátt hafa þetta allt í huga, er hún gerði yfirlit sitt. — Það, sem ég hef hér sagt um áætlunarpóstferðir og fullyrðingar fjvn. um útþenslu á ríkisrekstrinum í því sambandi, ber ekki að skilja svo, að ég sé neitt að vegsama það fyrirkomulag á póstferðum, sem frsm. fjvn. gerði að umtalsefni. Þvert á móti er ég á þeirri skoðun, að betra hefði verið, að póststjórninni hefði aldrei verið falið að annast ferðirnar. En það er mál, sem þarf ekki endilega að vera til umræðu hér og framkvæmt af aðilum á sínum tíma, sem fjvn. hefur ekkert fullveldi yfir. Sama máli gegnir um fé tekið úr orlofssjóði. Allt slíkt hefur verið framkvæmt án þess að fjmrn. hafi verið að spurt. En ég minnist á þetta hér í sambandi við tíundir hv. fjvn., sem m.a. eru rökstuddar með því, sem tekið er upp nú á 13. gr., en ég tel rangt að taka á þann veg, sem gert er. Þessi sjónarmið, að einblína á tilkostnaðinn án þess að taka tillit til afkasta, eru einhliða og röng. Og það á við fleira en vagna, t.d. flugmálin, þar sem n. hefur talið kostnaðinn of mikinn. En ég skal ekki að þessu sinni fara inn á að ræða það, hvort þar er of eða van. Á 14. gr. — en þar er færður kostnaður við kirkjumál, háskólann og skóla yfirleitt — telur n. 4 millj. kr. hækkun á útgjöldum. En stærsti liðurinn þar er vantalin uppbót á laun barnakennara, sem ekki var tekin upp í fjárlög síðasta árs af vangá fræðslumálaskrifstofunnar, svo að það er alrangt að telja þennan lið tákn um stóraukna útþenslu á ríkisrekstrinum, þar sem aðeins er um að ræða leiðréttingu á skekkju frá fyrra ári. Raunveruleg hækkun á þessari gr. er 1.157 millj. kr., að viðbættum 54 þús. til kirkjumála. Það er hin raunverulega útgjaldaaukning, en engar 4 milljónir. Á 15. gr. telur n. alls 543 þús. kr. hækkun. Um það vil ég segja þetta, að að vísu hafa þar sumir liðir hækkað, en aðrir hafa líka lækkað. A-liður 15. gr. var í fjárl. ársins 1948 2.580 millj. kr. En í fjárl. nú er hann 2.540 millj., og er lækkun þar hér um bil 40 þús. kr. B-liður hefur aftur lækkað um hér um bil 84 þús. kr., og er því lækkun alls á báðum liðum um 124 þús. kr. Á 16. gr. — en þar er t.d. Fiskifélag Íslands, rafmagnseftirlitið, búnaðarmál o.fl. — telur n. 604 þús. kr. hækkun. Þar tel ég aftur á móti, að hækkunin sé miklu meiri. A-liðurinn einn hefur hækkað um 3.8 millj., en n. kemur ekki auga á nema 604 þús. kr. hækkun á öllum liðunum. Á 17. gr. telur n. 12 þús. kr. hækkun, en hún var á fjárl. 1948 25.642 millj., en er nú 26.443 millj., en þar frá er dregið um 11/2 millj. kr. framlag til alþýðutrygginga. Ég vil enn benda á, að þegar talað er um, hvað hafi hækkað og hvað lækkað, og bundið við ákveðið hugtak eins og útþenslu á ríkisrekstrinum, þá verður að taka fleira til greina en mér virðist hv. fjvn, hafa gert. Og það liggur ljóst fyrir, að það er ekki réttilega að farið, þegar því hefur verið slegið föstu af mörgum mönnum og í mörgum blöðum, að sú útþensla nemi 20 millj. kr., a.m.k. má þar draga 5 milljónir frá. Rekstrarútgjöld samkv. 8.–18. gr. mætti telja 15 millj. kr. hærri en í fyrra, en ekki meira. Og orsakirnar til þess eru yfirleitt þær, að gjöldin hafa verið ógætilega lágt áætluð 1948, enda voru ekki ríkisreikningar frá 1947 til hliðsjónar, og nokkrar upphæðir höfðu beinlínis fallið niður af vangá. Þá kemur það til í öðru lagi, að dýrtíð hefur vaxið, og kemur það fram sem hækkun á ýmiss konar greiðslum. Og enn má telja, að í fjárl. 1949 er gert ráð fyrir öllum löglegum greiðslum til landbúnaðarins, sem ekki var áður, og við það hækkar sú gr. um 4 millj. kr. Og mér er nú spurn, hvort hv. form. fjvn. vilji taka að sér að vera málflutningsmaður fyrir því, að það skuli teljast útþensla í ríkisrekstrinum að borga lögboðna styrki og lögboðin gjöld. Það er ekki rétt að brennimerkja slíkar upphæðir sem útþenslu á ríkisrekstrinum. Eins og hv. form. fjvn. viðurkenndi, hefur verið lögð sérstaklega mikil vinna í að gefa sem beztar skýringar við hverja gr. frv. Og ég held, að jafnvel það sé engu síður nauðsynlegt en hitt atriðið, sem hinir hv. nm. töldu eina sáluhjálparatriðið, að leggja fram skrá um starfsmennina, þó að hvort tveggja sé gott, ef þeir menn fjalla um málið, sem með kunna að fara. Þessar skýringar, sem lögð var vinna í að semja við hverja gr., voru ætlaðar til þess að létta starf hv. fjvn. og til þess að hv. alþm. ættu hægara með að átta sig á þeim breyt. og breytingum, sem fyrir liggja. Hv. fjvn. hefur gert áætlun um 6 millj. kr. lækkun á útgjöldunum. En hún telur þensluna nema um 20 millj. kr. Þó leggur hún ekki til nema 6 millj. kr. lækkun. Hitt er annað mál, að þessar 20 millj. eru ekki 20 millj., heldur í hæsta lagi 15 millj. kr. Þegar hv. fjvn. situr við verk sitt af dugnaði og karlmennsku, þá lækkar hún gjöldin bara um 6 millj. Viðurkennir hún með því, að hitt, það sem eftir er, vilji hún eigi gera tillögur um til lækkunar. Ég vil ekki segja það, sem einhverjum kynni að koma til hugar, að lækkunartill. n. væru út í hött. Það eru eigi mín orð. Hitt er vitað, að lækkunartill., á hvaða gr. sem er, eiga því aðeins fullan rétt á sér, að hægt sé að sýna fram á, að þær séu ekki til svo mikils baga, að störfin verði að minnka, svo að eigi sé unnt að inna af höndum lögboðin verk.

Ég hef þá leitazt við að sýna nokkuð fram á, að þessi fullyrðing hv. fjvn. — eða meiri hl. hennar — um 20 millj. er eigi svo vafalaus, að ekki beri að taka henni með varúð. Hún er undirlögð sanngjarna gagnrýni, eins og ég hef leitazt við að viðhafa hér. Mun nú koma fram í umr. um málið, bæði hversu till. n. til hækkunar og lækkunar á gjöldum, sem og einstakra hv. þm., eiga mikinn rétt á sér. Ég mundi óska þess, að hægt væri að aðhyllast lækkunartillögur n., þær er hér liggja fyrir. Aðeins vildi ég gera fyrirvara um það, ef einhver till. rekst á raunveruleikann, þannig að hún sé óframkvæmanleg. En með óframkvæmanlegri till. á ég við það, sem hindrar lögboðin störf vegna skorts á fé. Vil ég gera fyrirvara um slíkar sparnaðartillögur. En það er eigi á mínu færi að dæma um þær allar. En ég vona, að hv. fjvn. hafi fullt eins góð og öllu betri rök fyrir lækkunartill. sínum heldur en fyrir staðhæfingunni um 20 millj. kr. rekstrarútþensluna.

Hv. frsm. fjvn. sagði, að fjmrh. vildi draga úr verklegum framkvæmdum allt að 12 millj. kr., án þess að dregið yrði um leið úr öðrum tilkostnaði við rekstur ríkisins. Fjmrn. lagði til talsverðan niðurskurð. Um það má deila, hvort rétt sé að gera það. En varðandi ráðh. er það eigi rétt, að hann hafi ekki viljað draga úr öðrum kostnaði, því að við vinnuna að samningu frv. kom það aftur til hans kasta að leggja til lækkun á gjöldum og stundum hækkun, svo að ásökun hv. form. fjvn. er ekki réttmæt. Meiri hl. n. hefur nú gert bragarbót, séð frá bæjardyrum hv. nm., og bætt fyrir þær yfirsjónir, sem fjmrh. hefur í frammi haft. Á ég þar við till. n. til hækkunar á vegafé, hafnafé og samgöngufé. Einhver sagði um mig í blaðagrein, að ég hefði lítið vit á samgöngum i sveit. Ég játa, að mitt vit er þar ekki stórt. En ég þykist vita, að vegirnir verði að vera sem beztir og sem víðast. Hins vegar veit ég, að til þess að rísa undir hinum miklu og fjárfreku vegaframkvæmdum þarf fé. Og þegar á Alþ. kemur, þarf einnig að leita tekna á móti. Því er það, að dytti einhverjum í hug, að niðurskurðurinn í rn. væri fyrir óvit úr ráðh., þá er eigi því til að dreifa. Hefði ég lagt til, að þessi framlög væru hærri, ef ég hefði álitið, að með því móti væri kleift að ná saman báðum endum á frv. Vegaféð snertir vitanlega alla borgara landsins, en kröfurnar eru sterkastar úr sveitum og byggðum. Þeir, sem athuga fjárlagafrv. og sjá, að gert er ráð fyrir litlum framkvæmdum, ættu að íhuga, að frv. fól í sér 4 millj. kr. hækkun á gjöldum til landbúnaðarmála. Var þetta alveg óhjákvæmilegt sökum lögfestra samþykkta Alþ., sem eigi var hægt að ganga fram hjá eða dirfast að einskisvirða. Ef því í þessu frv. hefði ekki þurft að auka framlögin um þessar 4 millj. kr. á þessu sviði, þá hefði mátt bæta þeim við vegaféð og ná því á þann hátt inn, er ganga á til nýrra vega. Hv. fjvn. hefur að sjálfsögðu fundið ríka tilhneigingu hjá sér til að bæta við féð til samgöngumála. Allt þetta snertir samgöngumál: vegagerðir, brúagerðir og hafnagerðir. Skal eigi vefengt, að allt þetta fé megi nota og nota vel. En ein tegund samgangna hefur orðið dálitið út undan og það eru flugsamgöngurnar. Þar hefur nefndin minnkað gjöldin frá því, sem í frv. er, jafnvel varðandi framlög til flugvallargerða. Er komin fram till. um að skera þau niður um 1/2 millj. kr. En hér er um mikilvægar samgöngur að ræða. Og mér þykir það skjóta nokkuð skökku við, þegar þessi yngsta grein íslenzkra samgangna, sem allir hljóta þó að viðurkenna, að er á frumstigi sínu hjá þjóðinni, svo að vissulega þarf átaka við, er sett út í horn. Um leið og n. hækkar vega-, brúa- og hafnafé, þá er klippt 1/2 millj. kr. af till. ráðh. til aukins öryggis í flugmálum. Ég hef séð birtar í blöðunum tölur um tugi þús. manna, sem flugfélögin hafa flutt. Ég kann ekki tölurnar utan bókar, en hér eru áreiðanlega tugir þúsunda. Þetta sýnir, að fólkið notar flugið. Flugvellirnir eru þó ákaflega víða í bágbornu ástandi, og er það jafnvel víða svo, að óverjandi væri talið að senda flugvélar, hlaðnar farþegum, á slíka lendingarstaði. Flugmálastjórnin vinnur að þessu og á að sækja fé til þess til hins opinbera. Til er það hér á landi, að þessar stjórnir samgöngumálanna og annarra hafa talsvert „frítt spil“, hvernig þær verja peningum sínum og tekjum, t.d. póst- og símamálastj., sem ver oft milljónum króna, án þess að þ. sé spurt. Hv. frsm. fjvn. hefur upplýst, að farþegaflutningastj. hefur tekið lánsfé, án þess að Alþ. hafi verið spurt eða. fjmrh. Þannig mætti lengi rekja. Allt ætti þetta að ganga allt aðra leið, í gegnum fjárl. Ég hef orðið var við, að í flugmálunum örlar á þeirri ósk, að tekjur flugmálanna renni til. umbóta án beinna fjárveitinga. Ég hef barizt á móti þessu, því að það er misráðið. Allt það fé, sem varið er til opinberra framkvæmda, á að vera háð fjárveitingarvaldi Alþ. En um leið. og ég lýsi mig fylgjandi þessari stefnu, þá vil ég segja, að ég álít nauðsynlegt að gæta þess; þar sem nauðsynin er mest, að skera fjárlögin eigi blint við nögl sér og alls ekki þar á samgöngusviðinu, sem slysahættan er einna geigvænlegust. Það, sem ég hef sagt um þetta mál, og gagnrýni mín á aðgerðum hv. fjvn. táknar ekki það, að ég sé mótfallinn sparnaðarviðleitni n. En ég verð að láta í ljós álit mitt á tilþrifum n., og ég tek niðurskurðinn á gjöld- um til flugvallargerða sem dæmi um, að n. hafi þarna gætt minna, en skyldi þeirrar greinar samgangnanna, sem við ríkjandi aðstæður þarf mestra aðgerða við.

Hv. frsm. n. minntist á það, að þörf væri lagabreytinga vegna kostnaðar við framkvæmd orlofsl. Ég er samdóma honum í því og vona, að hv. fjvn. takist að fá viðkomandi ráðh. til að taka till. sínar til greina. Er ekki á valdi fjmrh. að skerast þar í leikinn? Kostnaðurinn. verður að minnka að mínu áliti, og fáist það eigi öðruvísi, þá með breyttu fyrirkomulagi. Hv. þm. minntist og á Atvinnudeild háskólans: og sagði, að sumir starfsmennirnir ynnu eigi fyrir mat sínum, aðrir ynnu á fullum launum; einhvers staðar úti í bæ. N. verður að beina þessu til rétts aðila. Vil ég mælast til, að hæstv. landbrh. taki ástandið til athugunar.

Ég vil segja hæstv. forseta, ef ég mætti trufla. hann, að ég er í rauninni alls ekki búinn. (Forseti: Ef hæstv. ráðh. á eitthvað eftir, þá væri. bezt að fresta því, sem eftir er. ) Já, ég er því samþykkur. [Frh.]