28.03.1949
Sameinað þing: 55. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 993 í B-deild Alþingistíðinda. (1394)

42. mál, fjárlög 1949

Eiríkur Einarsson:

Nafn mitt stendur við þrjár brtt., sem hér liggja fyrir. Er ég þar meðflm. hv. 1. þm. Árn. Það er svo, að við höfum hugsað okkur að láta þessar till. ekki koma til atkv. við 2. umr., heldur við 3. umr. Fyrsta till. er um framlag til sjóvarnargarðs á Stokkseyri, önnur er um styrk til húsmæðraskóla Árnýjar Filippusdóttur í Hveragerði, sú þriðja er um að gera alfaraveg um Selfosskauptún. Þetta eru till. Þær eru teknar aftur til 3. umr. En með því að þeim er ekki ætlað að koma undir atkv. nú, heldur að taka þær aftur til 3. umr., þá vil ég af minni hálfu láta svo vera og gera grein fyrir þeim við þá umr. og falla því frekar frá orðinu nú.

Svo geta aðrir talað.