01.04.1949
Sameinað þing: 61. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1009 í B-deild Alþingistíðinda. (1403)

42. mál, fjárlög 1949

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Ég vildi út af ræðu hv. 6. þm. Reykv., þeim hluta hennar, sem varðaði skurðgröfur og jarðræktarstyrk, geta þess, að hv. þm. hefði getað sparað sér þau ummæli. Ríkissjóður stendur í engri skuld út af því, og upplýsingar hv. þm. eru því rangar. Ég vil ekki halda því fram, að hann hafi vitað það, en það er engu að síður rangt, og vil ég hér með leiðrétta það. Ég skal ekki fara frekar út í ræðu hans, en mér finnst það einkennileg bjargarráðstöfun, ef til gjaldþrota stefnir, að bæta þá 20 millj. kr. útgjöldum við frv. eða a.m.k. 10 millj. kr., sem er varatill. Það er ekki ný bóla, að frá hv. þm. og hans flokki komi svona dásamlegt samræmi, að tala um gjaldþrot, en hampa um leið nýjum útgjaldatill. En slíkt er ekki annað en framhald af pólitík hans flokks.