14.05.1949
Sameinað þing: 73. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1159 í B-deild Alþingistíðinda. (1554)

42. mál, fjárlög 1949

Gísli Jónsson:

Hæstv. menntmrh. hefur viðurkennt að hafa án heimildar og án vitundar hæstv. fjmrh. greitt til skólans á Laugarvatni nokkra tugi þúsunda, og þar sem hér hafa í þessari atkvgr. verið svikin öll loforð og allt samkomulag, þá held ég, að það sé eins gott að samþ. þessa till. eins og að hæstv. menntmrh. greiði þetta fé án heimildar, og segi ég því já.

Brtt. 704,XXI felld með 24:10 atkv.

— 704,XXII.1 felld með 27:7 atkv.

— 715,V felld með 23:18 atkv.

— 704,XXII.2 felld með 26:10 atkv.

— 704,XXIV felld . með 22:21 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: SkG, StgrA, StgrSt, ÁkJ, AS, BÁ, BK, BrB, EOI, EystJ, HelgJ, HermG, HermJ, JG, JS, JörB, KTh, PÞ, SigfS, SB, SG.

nei:SEH, SK, SÁÓ, StJSt, StSt, ÞÞ, ÁÁ, BG, BBen, EmJ, FJ, GJ, GÍG, GTh, GÞG, AG, HV, IngJ, JJós, LJóh, ÓTh, JPálm.

EE, HÁ, JóhH, PZ, PO greiddu ekki atkv.

4 þm. (BSt, BÓ, JJ, LJós) fjarstaddir.

6 þm. gerðu grein fyrir atkv., svolátandi: