09.11.1948
Efri deild: 10. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 29 í B-deild Alþingistíðinda. (16)

26. mál, happadrættislán ríkissjóðs

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti: Fjhn. hefur komið fram með nokkrar breytingar á frv., sem enn hafa ekki komið okkur í hendur, en ég held, að ég muni þær, þrátt fyrir það að ég hef ekki þskj. fyrir framan mig.

Það er þá fyrst, að fellt sé niður orðið „fyrirhugað“ í fyrirsögn frv., þar sem þegar er búið að taka lánið. Síðan er brtt. við 1. gr., sem gengur í þá átt, að taka má fleiri lán samkvæmt frv. Þá er brtt. við 3. gr., sem líka stefnir í þá átt, að stj. hafi óbundnar hendur um það að bjóða út fleiri lán, ef henni sýnist.

Það var og kunnugt, að fjmrh. hefur haft með höndum undirbúning að frv. til heimildar um lántöku, en hæstv. stj. álítur, að sérstaka heimild þurfi. Það var á það minnzt, að það frv. yrði falið fjhn. þessarar hv. d., en mér er sagt, að því muni verða skotið til fjhn. hv. Nd: Það skiptir að vísu ekki miklu máli, en ég tel rétt, að þessi mál fylgist að. Sem sagt, fjhn. Ed. hefur orðið sammála um að flytja þær brtt., er ég hef getið um, á þskj. 80, og allir nm. eru sammála um þær.