18.10.1948
Neðri deild: 5. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1288 í B-deild Alþingistíðinda. (1617)

5. mál, niðursoðin mjólk

Flm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Í þessu frv. er farið fram á það, að l. verði breytt í þá átt, að einnig verði bannað að flytja inn þurrmjólk. Það má að vísu segja, að þurrmjólk sé niðursoðin mjólk, en l. hafa ekki verið túlkuð þannig, og því hefur þurrmjólk verið flutt inn undanfarin ár. Í grg. er gerð grein fyrir ástæðunni til þess, að frv. er flutt, en hún er sú, að síðan þurrmjólkurstöðin á Blönduósi var reist, hefur hún vafalaust fullnægt eftirspurninni eftir þessari vöru og meira. Fyrir nokkru átti stöðin 40–50 tonn af vörunni — um 400 þús. kr. virði —, en þrátt fyrir það er upplýst, að flutt hefur verið inn jafnmikið og segir í grg. Það er því sjálfsagt, að þetta verði lögfest.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta frekar, en legg til, að frv. verði vísað til landbn.