10.12.1948
Efri deild: 29. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1349 í B-deild Alþingistíðinda. (1682)

80. mál, aðstoð til síldarútvegsmanna

Forseti (BSt):

Útbýtt er nú þskj. 197, sem er frv., sem hér liggur. Ég skal taka það fram um þetta þskj., að það er í raun og veru, sama þskj. eins og þskj. 190, en hefur verið leiðrétt skriflega, samkvæmt því, sem því var breytt við 3. umr. í hv. Nd., og er því þannig útbýtt hér nú í hv. þd., eins og frá því var gengið í hv. Nd., en breyt. er ekki annað en að í 5. gr. koma fimm í stað þriggja.

Ég vildi nú óska þess, af því að kvöld er komið, án þess að ég ætli að beita þar neinu forsetavaldi, að menn gætu sætzt á það að láta nú málið ganga greiðlega til n. og tækju þá til óspilltra málanna, frekar að ræða málið, þegar n. hefur athugað það.