11.12.1948
Efri deild: 30. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1351 í B-deild Alþingistíðinda. (1691)

80. mál, aðstoð til síldarútvegsmanna

Forseti (BSt):

Ég skal taka fram, að það eru til fordæmi fyrir því, að 2. umr. um mál fari fram án þess, að nál. liggi fyrir, og það um þýðingarmikil mál. Og það hefur meira að segja farið fram 2. umr. um mál — og það þýðingarmikil mál — þannig, að aðeins hefur legið fyrir skriflegt nál. (HV: Það er þó í áttina, en hér er því lýst yfir af n., að hún muni bíða með að leggja fram nál. þangað til við 3. umr.) Það hefur stundum liðið skemmri tími milli umr. en nú. Málinu var vísað til n. fyrir miðnætti í gærkvöld, svo að mér skilst, að hér sé ekki beinlínis um tímaleysi að ræða, —náttúrlega má segja, að það sé tímaleysi, — heldur hitt, að hv. n. ætlar að ræða við hæstv. ríkisstj., áður en hún gefur út nál. sitt, og n. hefur sjálf beinlínis tilkynnt, að hún muni hafa þessa starfsaðferð, að gefa út nál. milli 2. og 3. umr., og úr því að n. hefur ákveðið þetta, sé ég ekkert við það að athuga. (HV: Hvað vinnst við þetta? Það vinnst tími.