15.12.1948
Efri deild: 34. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1376 í B-deild Alþingistíðinda. (1725)

103. mál, bráðabirgðarfjárgreiðslur úr ríkissjóði 1949

Bernharð Stefánsson:

Þegar þingsetningardagurinn var ákveðinn, var þegar auðséð, að ekki yrði hægt að afgr. fjárl. fyrir áramót. Einu sinni var Alþ. sett 1. okt. og þá tókst að afgr. fjárl. fyrir áramót, en það er það stytzta raunverulega þing, sem ég hef setið á. Ég lít því svo á, að þessi ákvörðun hafi verið tekin, þegar þingsetningardagurinn var ákveðinn í fyrra, og segi já.