15.12.1948
Efri deild: 35. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1379 í B-deild Alþingistíðinda. (1748)

104. mál, ráðstafanir vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Út af hinni mjög svo villandi ræðu hv. þm. N-M. vil ég taka fram, að rök hans byggjast á misskilningi. Það er aðeins 3. gr. l. nr. 98 frá 1941, sem hér er um að ræða, en þar er ríkisstj. heimilað að fella niður toll af kornvöru og lækka að helmingi toll af sykri og svo hitt, sem minna hefur að segja, að hækka toll af áfengi og tóbaki. Þetta hefur það frv. inni að halda, sem hér er til afgreiðslu.