16.12.1948
Neðri deild: 38. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1380 í B-deild Alþingistíðinda. (1753)

104. mál, ráðstafanir vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Aðeins nokkur orð út af afsökunum hæstv. fjmrh. á drætti fjárlaganna. Það er að vissu leyti rétt, að afgreiðsla fjárlaga er með erfiðasta móti nú. Ég held, að höfuðerfiðleikarnir stafi af því, að ríkisstj. kemur sér ekki saman um, hvað gera skuli, því að innan hennar gætir mjög mismunandi sjónarmiða, og allur tíminn fer í samninga, og þingið bíður aðgerðalítið á meðan. Þannig er ástandið í raun og veru. Það er vafalaust hægt að leysa vandamálin, sem að steðja, en núv. hæstv. ríkisstj. virðist ekkí fær um það. Hins vegar verður að samþykkja þetta frv., því að halda verður ríkisrekstrinum gangandi.