15.12.1948
Neðri deild: 35. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1384 í B-deild Alþingistíðinda. (1769)

102. mál, ráðstafanir í sambandi við skilnað Íslands og Danmerkur

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Frv. þetta er samhljóða lögum, sem afgr. voru s.l. ár til eins árs í senn, og fjallar um mjög takmarkaðan rétt Færeyinga til fiskveiða hér við land. Ég legg mjög eindregið til, að þetta leyfi verði veitt, og tel það hyggilegt varðandi ýmis atriði í samningum Íslendinga og Dana, sem nú standa yfir og ekki er ástæða til í svipinn af Íslendinga hálfu að ýta á eftir að ganga endanlega frá. Eins og málin standa, höfum við ekki hag af því. En meðan á þessum samningum stendur, hefur eiginlega orðið samkomulag um, að Færeyingar héldu þessum réttindum frá ári til árs.